Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2021 18:36 Hvítu tölurnar sýna fylgi í könnun Maskínu í desember og þær lituðu fylgi ráðherranna í könnun sem var gerð í maí. Grænar tölur benda til hækkandi fylgis og þær ræðu til lækkandi. Þátttakendur voru spurðir hvaða stjórnmálaleiðtogi ætti að verða forsætisráðherra eftir kosningar í haust. vísir Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira