Hvað getum við gert fyrir ykkur? Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifa 29. maí 2021 17:00 Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar