Zidane sendi Real Madrid tóninn í opnu bréfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:30 Zinedine Zidane fannst hann ekki fá nógu mikinn stuðning hjá Real Madrid. getty/Juan Manuel Serrano Arce Zinedine Zidane segist sorgmæddur yfir endalokunum hjá Real Madrid. Hann sendi félaginu tóninn í opnu bréfi í AS. Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Í síðustu viku greindi Real Madrid frá því að Zidane væri hættur með liðið eftir tveggja ára starf. Zidane þjálfaði Real Madrid fyrst 2016-18 og tók svo aftur við liðinu í mars 2019. Undir hans stjórn vann Real Madrid Spánarmeistaratitilinn tvisvar og varð Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. „Ég er að fara en er ekki að stökkva frá borði og er ekki orðinn þreyttur á að þjálfa,“ sagði Zidane í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid sem birtist í AS. „Í maí 2018 hætti ég eftir tvö og hálf góð ár því mér fannst liðið þurfa á nýrri stefnu að halda til að vera áfram á toppnum. Hlutirnir eru öðruvísi núna. Ég er að fara því mér fannst félagið ekki styðja mig eins og ég þurfti, til að byggja upp.“ Zidane segir að forráðamenn Real Madrid hafi heldur ekki tekið mannlega þáttinn með í reikninginn. „Ég er sigurvegari og var þarna til að vinna titla. En það sem er mikilvægara er fólk, tilfinningar þeirra og lífið sjálft og mér fannst eins og þessir hlutir hafi ekki verið teknir með inn í reikninginn,“ sagði Zidane. Fyrir áramót var oft talað um að starf Zidanes héngi á bláþræði og hann gæti fengið reisupassann. „Það særði mig svo mikið þegar ég las um það í fjölmiðlum að ég yrði rekinn ef ég tapaði næsta leik. Þessi skilaboð, sem var viljandi lekið til fjölmiðla, höfðu neikvæð áhrif á leikmannahópinn. Þau sköpuðu efasemdir og misskilning,“ sagði Zidane í bréfinu. Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og vann ekki titil í fyrsta sinn frá tímabilinu 2009-10. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira