Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 11:22 Frá bólusetningaraðstöðu í Laugardalshöll. Árgangar milli 1976 og 2005 verða boðaðir í bólusetningu af handahófi. Boðun eftir árgöngum verður kynjaskipt. Vísir/Vilhelm Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43