Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2021 09:00 Anton Sveinn á Pro Swim móti í Indianapolis fyrir hálfum mánuði þar sem hann varð í 2. sæti í 200 metra bringusundi. Getty/Andy Lyons Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. Það var um morguninn á 27 ára afmælisdegi Antons, 18. desember síðastliðinn, sem hann fékk þau tíðindi að Róbert faðir hans væri látinn, 66 ára að aldri. „Það kom í ljós síðla ás 2019 að pabbi væri með taugahrörnunarsjúkdóm. Um vorið 2020 var hann svo greindur með MND. Eftir það hrakaði honum rosalega hratt,“ segir Anton við Vísi, staddur í Blacksburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar hefur Anton sinnt sinni íþrótt síðustu tvö ár, innan um verðlaunahafa frá Ólympíuleikum eins og hann dreymir sjálfan um að verða í sumar. Tengsl Antons við Bandaríkin eru mikil. Róbert var hálfur Bandaríkjamaður og þaðan kemur ættarnafnið, og Anton synti um árabil fyrir Alabama háskólann þar sem hann var í námi. Anton hafði verið í Virginíu við æfingar, auk þess að keppa með liði Toronto Titans í nýju ISL atvinnumannadeildinni í sundi, þegar hann hélt af stað heim til Íslands til að vera með fjölskyldunni yfir síðustu jól. „Ég hafði verið að tala við fólkið mitt heima í gegnum Facetime og vissi að pabba hrakaði en ég bjóst ekki við að þetta gerðist svona hratt. Ég átti að koma heim 17. desember en missti af tengiflugi út af seinkun. Mamma hringdi svo í mig morguninn 18. desember og sagði mér að pabbi hefði framið sjálfsvíg, eftir skelfilega baráttu við MND. Staðan var orðin þannig að hann átti erfitt með að gera allt; gat ekki gengið lengur, átti mjög erfitt með andardrátt og gat varla neitt notað hendurnar, og þetta var ekki mikið líf til að lifa. Hann var maður sem vann með höndunum allt sitt líf svo ég get ímyndað mér að honum hafi fundist hann hafa misst of mikið. Hann vildi fara út sína eigin leið í stað þess að láta sjúkdóminn vinna,“ segir Anton. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Eins og gefur að skilja hafði það mikil áhrif á Anton að missa pabba sinn sem jafnframt var dyggur stuðningsmaður hans í sundinu. Meiri áhrif en Anton vildi kannski horfast í augu við í fyrstu. „Þurfti miklu frekar að vinna úr sorginni“ „Þetta var rosalegt sjokk. Desember, janúar og febrúar voru rosalega erfiðir. Þetta er búið að vera rosalega skrýtið sorgarferli – á þessum tíma var ég enn staðráðinn í að ná ólympíulágmarkinu í 100 metra bringusundinu (Anton náði lágmarkinu í 200 metra bringusundi í fyrra) og hugsaði einhvern veginn með mér að pabbi hefði viljað að ég myndi halda áfram og ná því. Ég var einhvern veginn að þessu fyrir hann og það var röng hugsun. Ég þurfti miklu frekar að vinna úr sorginni – fara í gegnum þetta sorgarferli – og ekki hugsa um að gera þetta fyrir hann heldur frekar hugsa um að hann sé að synda með mér. Ég hef unnið mikið í andlega þættinum síðustu mánuði til að komast á eðlilegan stað aftur, svo ég geti bæði glímt við sorgina og fundið mig aftur í sundlauginni. Ég gat alltaf æft en það var eins og það vantaði eitthvað í mig í keppni. Það er allt að koma núna og það verður gaman að keppa á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni. Hann hvatti mig alltaf mjög mikið til dáða, ók mér á morgunæfingar áður en ég fékk bílpróf og hjálpaði mér með skynsamlegum ráðum fyrir ferilinn, enda íþróttamaður sjálfur. Það var alltaf mjög gott að tala við hann um íþróttatengd vandamál, og eitt síðasta alvöru samtalið okkar var einmitt um það hvernig ég hygðist breyta lyftingaáætluninni minni. Hann ól mann upp í íþróttamanninn sem maður er í dag og það verður öðruvísi að gera þetta án hans,“ segir Anton um hlaupakappann föður sinn. Anton Sveinn McKee er vel merktur Ólympíuleikunum en hann hefur keppt á þessu stærsta sviði íþróttanna árin 2012 og 2016, og verður með í Tókýó í sumar.mynd/Mike Lewis Ætlar að skara fram úr á Ólympíuleikunum Nú eru innan við tveir mánuðir í Ólympíuleikana og lokaundirbúningurinn að hefjast hjá Antoni. Vinnan í sorginni hafði sín áhrif á það að hann ákvað að keppa ekki á Evrópumótinu sem lauk fyrir rúmri viku í Búdapest, en þar að auki vill Anton miða allar æfingar og undirbúning við að ganga sem best í Tókýó í lok júlí. „Þetta tók mjög mikið á. Ég var á mjög slæmum stað og afreksíþróttaumhverfið er mjög miskunnarlaust. Maður þarf að vera algjörlega á toppnum að öllu leyti, í íþrótt þar sem hundraðshlutar úr sekúndu skipta máli, og það er erfitt að takast á við áföll á meðan. En ég er sem betur fer kominn á góðan stað núna og það er að birta til. Á fyrsta mótinu eftir að pabbi dó fór ég inn með himinháar væntingar og varð fyrir vonbrigðum. Þá hafði ég bara ekki sætt mig við hvað það væri stórt áfall að missa pabba sinn. Ég var alltaf að miða mig við það hvernig ég var áður en þetta gerðist, í stað þess að taka eitt skref í einu og sætta sig við að þetta hafi haft áhrif á mann. Ég hef unnið mikið með íþróttasálfræðingnum mínum, Hafrúnu Kristjánsdóttur, og það hefur hjálpað mér best að horfast í augu við það sem gerðist. Ég er kominn í gamla, góða grúvið núna. Mér er farið að líða vel í vatninu, líkaminn hefur alltaf verið góður en hausinn var bara ekki verið rétt skrúfaður á. Þetta er allt að smella saman og ég ætla mér að skara fram úr á Ólympíuleikunum.“ Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Það var um morguninn á 27 ára afmælisdegi Antons, 18. desember síðastliðinn, sem hann fékk þau tíðindi að Róbert faðir hans væri látinn, 66 ára að aldri. „Það kom í ljós síðla ás 2019 að pabbi væri með taugahrörnunarsjúkdóm. Um vorið 2020 var hann svo greindur með MND. Eftir það hrakaði honum rosalega hratt,“ segir Anton við Vísi, staddur í Blacksburg í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar hefur Anton sinnt sinni íþrótt síðustu tvö ár, innan um verðlaunahafa frá Ólympíuleikum eins og hann dreymir sjálfan um að verða í sumar. Tengsl Antons við Bandaríkin eru mikil. Róbert var hálfur Bandaríkjamaður og þaðan kemur ættarnafnið, og Anton synti um árabil fyrir Alabama háskólann þar sem hann var í námi. Anton hafði verið í Virginíu við æfingar, auk þess að keppa með liði Toronto Titans í nýju ISL atvinnumannadeildinni í sundi, þegar hann hélt af stað heim til Íslands til að vera með fjölskyldunni yfir síðustu jól. „Ég hafði verið að tala við fólkið mitt heima í gegnum Facetime og vissi að pabba hrakaði en ég bjóst ekki við að þetta gerðist svona hratt. Ég átti að koma heim 17. desember en missti af tengiflugi út af seinkun. Mamma hringdi svo í mig morguninn 18. desember og sagði mér að pabbi hefði framið sjálfsvíg, eftir skelfilega baráttu við MND. Staðan var orðin þannig að hann átti erfitt með að gera allt; gat ekki gengið lengur, átti mjög erfitt með andardrátt og gat varla neitt notað hendurnar, og þetta var ekki mikið líf til að lifa. Hann var maður sem vann með höndunum allt sitt líf svo ég get ímyndað mér að honum hafi fundist hann hafa misst of mikið. Hann vildi fara út sína eigin leið í stað þess að láta sjúkdóminn vinna,“ segir Anton. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Eins og gefur að skilja hafði það mikil áhrif á Anton að missa pabba sinn sem jafnframt var dyggur stuðningsmaður hans í sundinu. Meiri áhrif en Anton vildi kannski horfast í augu við í fyrstu. „Þurfti miklu frekar að vinna úr sorginni“ „Þetta var rosalegt sjokk. Desember, janúar og febrúar voru rosalega erfiðir. Þetta er búið að vera rosalega skrýtið sorgarferli – á þessum tíma var ég enn staðráðinn í að ná ólympíulágmarkinu í 100 metra bringusundinu (Anton náði lágmarkinu í 200 metra bringusundi í fyrra) og hugsaði einhvern veginn með mér að pabbi hefði viljað að ég myndi halda áfram og ná því. Ég var einhvern veginn að þessu fyrir hann og það var röng hugsun. Ég þurfti miklu frekar að vinna úr sorginni – fara í gegnum þetta sorgarferli – og ekki hugsa um að gera þetta fyrir hann heldur frekar hugsa um að hann sé að synda með mér. Ég hef unnið mikið í andlega þættinum síðustu mánuði til að komast á eðlilegan stað aftur, svo ég geti bæði glímt við sorgina og fundið mig aftur í sundlauginni. Ég gat alltaf æft en það var eins og það vantaði eitthvað í mig í keppni. Það er allt að koma núna og það verður gaman að keppa á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni. Hann hvatti mig alltaf mjög mikið til dáða, ók mér á morgunæfingar áður en ég fékk bílpróf og hjálpaði mér með skynsamlegum ráðum fyrir ferilinn, enda íþróttamaður sjálfur. Það var alltaf mjög gott að tala við hann um íþróttatengd vandamál, og eitt síðasta alvöru samtalið okkar var einmitt um það hvernig ég hygðist breyta lyftingaáætluninni minni. Hann ól mann upp í íþróttamanninn sem maður er í dag og það verður öðruvísi að gera þetta án hans,“ segir Anton um hlaupakappann föður sinn. Anton Sveinn McKee er vel merktur Ólympíuleikunum en hann hefur keppt á þessu stærsta sviði íþróttanna árin 2012 og 2016, og verður með í Tókýó í sumar.mynd/Mike Lewis Ætlar að skara fram úr á Ólympíuleikunum Nú eru innan við tveir mánuðir í Ólympíuleikana og lokaundirbúningurinn að hefjast hjá Antoni. Vinnan í sorginni hafði sín áhrif á það að hann ákvað að keppa ekki á Evrópumótinu sem lauk fyrir rúmri viku í Búdapest, en þar að auki vill Anton miða allar æfingar og undirbúning við að ganga sem best í Tókýó í lok júlí. „Þetta tók mjög mikið á. Ég var á mjög slæmum stað og afreksíþróttaumhverfið er mjög miskunnarlaust. Maður þarf að vera algjörlega á toppnum að öllu leyti, í íþrótt þar sem hundraðshlutar úr sekúndu skipta máli, og það er erfitt að takast á við áföll á meðan. En ég er sem betur fer kominn á góðan stað núna og það er að birta til. Á fyrsta mótinu eftir að pabbi dó fór ég inn með himinháar væntingar og varð fyrir vonbrigðum. Þá hafði ég bara ekki sætt mig við hvað það væri stórt áfall að missa pabba sinn. Ég var alltaf að miða mig við það hvernig ég var áður en þetta gerðist, í stað þess að taka eitt skref í einu og sætta sig við að þetta hafi haft áhrif á mann. Ég hef unnið mikið með íþróttasálfræðingnum mínum, Hafrúnu Kristjánsdóttur, og það hefur hjálpað mér best að horfast í augu við það sem gerðist. Ég er kominn í gamla, góða grúvið núna. Mér er farið að líða vel í vatninu, líkaminn hefur alltaf verið góður en hausinn var bara ekki verið rétt skrúfaður á. Þetta er allt að smella saman og ég ætla mér að skara fram úr á Ólympíuleikunum.“
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira