Veikindarétt barna þurfi að lögfesta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Ólafur Þór Gunnarsson segir að himinn og haf geti verið á milli þess hversu marga daga börn fá að hafa foreldra heima í veikindum og eftir slys. Mission framleiðsla Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys. Ólafur er frummælandi að þingsályktunartillögu þar sem verið er að fjalla um réttinn til þess að annast veikt barn eða slasað barn, í rauninni rétt barnsins til þess að fá umönnun. Hann ræddi þetta í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem birtist hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum í dag. Réttur barna mismunandi „Hugmyndin kviknar í rauninni upp úr því að ég fer að velta því fyrir mér af hverju það sé þannig að áherslan í þessu réttindamáli barna, að fá umönnun foreldra eða forsjáraðila, af hverju þessi réttur sé ekki barnsins, af hverju rétturinn er foreldranna.“ Þetta segir hann að valdi mismunun. „Fólk öðlast þessi réttindi yfirleitt í kringum verkalýðshreyfingu eða þátttöku í stéttarfélagi. Það gerir það eiginlega sjálfkrafa að verkum að réttur barna getur verið mjög mismunandi. Þetta bitnar einna mest á börnum sem að eru langveik eða hafa átt við langvarandi veikindi, eða þurft á mjög mikilli aðstoð að halda við lífið og tilveruna. Þau eru ekki jafn sett vegna þess að foreldrar þeirra geta ekki valið sér störf eða menntun út frá því hvar væri mestur réttur til að annast um börn sín. Það er miklu fremur þannig að fólk velur sér starfsferil og síðan fæðast börnin.“ Himinn og haf á milli Ólafur segir einbirni með tvo foreldra í góðu stéttarfélagi geta fengið allt að 20 til 30 daga á ári af umönnun í veikindum en barn í fjögurra systkina hópi hjá einstæðu foreldri gæti farið niður í tvo eða þrjá umönnunardaga með foreldri sínu ef systkini hefur líka þurft á veikindadögum að halda. „Þarna er himinn og haf á milli og mér finnst að það þurfi að leiðrétta þetta.“ Þetta væri annars vegar gert með þingsályktunartillögu og hins vegar með lagafrumvarpi sem myndi tryggja þennan rétt barnsins til umönnunar forsjáraðila í veikindum eða eftir slys. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Ólafur Þór Gunnarsson Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Ólafur er frummælandi að þingsályktunartillögu þar sem verið er að fjalla um réttinn til þess að annast veikt barn eða slasað barn, í rauninni rétt barnsins til þess að fá umönnun. Hann ræddi þetta í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem birtist hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum í dag. Réttur barna mismunandi „Hugmyndin kviknar í rauninni upp úr því að ég fer að velta því fyrir mér af hverju það sé þannig að áherslan í þessu réttindamáli barna, að fá umönnun foreldra eða forsjáraðila, af hverju þessi réttur sé ekki barnsins, af hverju rétturinn er foreldranna.“ Þetta segir hann að valdi mismunun. „Fólk öðlast þessi réttindi yfirleitt í kringum verkalýðshreyfingu eða þátttöku í stéttarfélagi. Það gerir það eiginlega sjálfkrafa að verkum að réttur barna getur verið mjög mismunandi. Þetta bitnar einna mest á börnum sem að eru langveik eða hafa átt við langvarandi veikindi, eða þurft á mjög mikilli aðstoð að halda við lífið og tilveruna. Þau eru ekki jafn sett vegna þess að foreldrar þeirra geta ekki valið sér störf eða menntun út frá því hvar væri mestur réttur til að annast um börn sín. Það er miklu fremur þannig að fólk velur sér starfsferil og síðan fæðast börnin.“ Himinn og haf á milli Ólafur segir einbirni með tvo foreldra í góðu stéttarfélagi geta fengið allt að 20 til 30 daga á ári af umönnun í veikindum en barn í fjögurra systkina hópi hjá einstæðu foreldri gæti farið niður í tvo eða þrjá umönnunardaga með foreldri sínu ef systkini hefur líka þurft á veikindadögum að halda. „Þarna er himinn og haf á milli og mér finnst að það þurfi að leiðrétta þetta.“ Þetta væri annars vegar gert með þingsályktunartillögu og hins vegar með lagafrumvarpi sem myndi tryggja þennan rétt barnsins til umönnunar forsjáraðila í veikindum eða eftir slys. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Ólafur Þór Gunnarsson
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30
Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37
Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30