Er þetta góð fyrirmynd? Toshiki Toma skrifar 1. júní 2021 12:01 Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf. Slíkt próf þarf að liggja fyrir áður en hægt er að senda þá úr landi. Án neikvæðrar niðurstöðu PCR prófs getur maður ekki farið yfir landamæli í dag og með því að neita að fara í slíkt próf hindrar það brottvísun viðkomandi. Útlendingastofnun vísar í reglugerð útlendingalaga um að þetta verklag sé leyfilegt en annað segir fólk sem hefur lengi unnið að málefnum flóttafólks. Til dæmis hafa nokkrir lögmenn gagnrýnt þessa aðgerð Útlendingastofnunar og lýsa henni sem ,,refsingu“ fyrir flóttafólk sem sýnir ekki ,,samvinnuvilja“ við Útlendingastofnun. Réttmæti ákvarðana um brottvísun flóttafólks almennt, er bæði stórt og mikilvægt málefni sem verðskuldar málefnalega umræðu. En það er allt annað mál að leggja niður grunnþjónustu við fólk sem er hingað komið. Grunnþjónustan er hér eins og húsaskjól, fæði og læknisþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða meiðsla. Í raun er verið að henda fólki út á götu og meðvitað verið að búa til heimilislaust og peningalaust fólk sem mælir göturnar. Mig langar að benda á þrennt. Í fyrsta lagi eru grunnþjónusta við flóttafólk réttindi sem eru þegar viðurkennd í íslenskum lögum. Þau eru ekki, og eiga ekki að vera, háð miskunnsemi Útlendingastofnunar. „Annað hvort hagar fólk sér eins og við segjum, eða það fer á götuna. Fólk getur valið það sjálft". Slíkar sjálfsréttlætingar halda, þegar grannt er skoðað, engu vatni. Í öðru lagi gengur slík framkoma gegn grundvallarstefnu samfélags okkar. Því óháð öllum málefnaágreiningi þá byggjum við samfélagið á sameiginlegum sáttmála. Hann er grunnur alls hins og snýst um kærleik, siðferðiskennd og mannréttindi. Í honum er til dæmis kveðið á um að við verndum hagsmuni barna, að við beitum ekki ofbeldi til að leysa ágreining og að við sköpum samfélag þar sem enginn þarf að búa á götunni. Ég trúi og veit að þetta er sameiginleg hugmynd okkar um íslenskt samfélag. Aðgerðir Útlendingarstofnunar þar sem grunnþjónustu við ákveðið flóttafólk er lögð niður gengur í berhögg við þessa hugmynd. Að búa meðvitað til heimilislaust fólk á ekkert skilið nema fordæmingu. Afleiðing þessarar aðgerðar er aukið álag á herðar góðhjartaðs fólks og mannúðarsamtaka. Þau vilja ekki að flóttafólk endi á götunni og reyna að hjálpa því. Þau geta ekki leyft sér sama hugarfar og Útlendingastofnun, ekkert okkar á að leyfa sér það. Í þriðju lagi og þetta er alvarlegast atriðið að mínu mati, þá býr þessi aðgerð útlendingastofnunar til afar slæmt fordæmi. Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur? Viljum við byrja að hugsa þannig sjálf að aðstæður þessa fólks komi okkur ekki við? Að það hafi sjálft komið sér í þessa aðstöðu? Viljum við að börnin okkar líti flóttafólk slíkum augum? Við höfum nýorðið vitni að því hversu slæm áhrif það hafði á bandarískt þjóðfélag, að eiga sér fyrirmynd í fyrrverandi forseta þess lands. Donald Trump tókst að leiða hluta almennings þar út í fen samsæriskenninga og falsfrétta um kosningaúrslitin sem fóru nærri því að sundra bandarísku þjóðfélagi. Þar sem þjóðfélagshópum var att saman í deilum um helstu grundvallarstoðir samfélagsins. Ég trúi að við sem búum á Íslandi viljum ekki sjá samfélag okkar fara í sömu átt. Útlendingastofnun er opinber stofnun á vegum ríkisins. Hugmyndarfræði eða framkoma hennar verður óhjákvæmilega að eins konar fyrirmynd þjóðfélagsins. Hún er birtingarmynd ríkisins, gilda þess og réttinda. Er hún meðvituð um ábyrgð sína að þessu leyti? Útlendingastofnun er nú að króa flóttafólk út í horn. Er það í anda þess sem almenningur á Íslandi vill standa fyrir? Eða stofnunin slæm fyrirmynd og ekki að endurspegla íslensk grunngildi með þessum aðgerðum sínum? Ég óska þess innilega að Útlendingastofnun velti þeirri spurningu vel fyrir sér og dragi tilbaka niðurfellingu grunnþjónustu við flóttafólk án tafar. Höfundur er er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf. Slíkt próf þarf að liggja fyrir áður en hægt er að senda þá úr landi. Án neikvæðrar niðurstöðu PCR prófs getur maður ekki farið yfir landamæli í dag og með því að neita að fara í slíkt próf hindrar það brottvísun viðkomandi. Útlendingastofnun vísar í reglugerð útlendingalaga um að þetta verklag sé leyfilegt en annað segir fólk sem hefur lengi unnið að málefnum flóttafólks. Til dæmis hafa nokkrir lögmenn gagnrýnt þessa aðgerð Útlendingastofnunar og lýsa henni sem ,,refsingu“ fyrir flóttafólk sem sýnir ekki ,,samvinnuvilja“ við Útlendingastofnun. Réttmæti ákvarðana um brottvísun flóttafólks almennt, er bæði stórt og mikilvægt málefni sem verðskuldar málefnalega umræðu. En það er allt annað mál að leggja niður grunnþjónustu við fólk sem er hingað komið. Grunnþjónustan er hér eins og húsaskjól, fæði og læknisþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða meiðsla. Í raun er verið að henda fólki út á götu og meðvitað verið að búa til heimilislaust og peningalaust fólk sem mælir göturnar. Mig langar að benda á þrennt. Í fyrsta lagi eru grunnþjónusta við flóttafólk réttindi sem eru þegar viðurkennd í íslenskum lögum. Þau eru ekki, og eiga ekki að vera, háð miskunnsemi Útlendingastofnunar. „Annað hvort hagar fólk sér eins og við segjum, eða það fer á götuna. Fólk getur valið það sjálft". Slíkar sjálfsréttlætingar halda, þegar grannt er skoðað, engu vatni. Í öðru lagi gengur slík framkoma gegn grundvallarstefnu samfélags okkar. Því óháð öllum málefnaágreiningi þá byggjum við samfélagið á sameiginlegum sáttmála. Hann er grunnur alls hins og snýst um kærleik, siðferðiskennd og mannréttindi. Í honum er til dæmis kveðið á um að við verndum hagsmuni barna, að við beitum ekki ofbeldi til að leysa ágreining og að við sköpum samfélag þar sem enginn þarf að búa á götunni. Ég trúi og veit að þetta er sameiginleg hugmynd okkar um íslenskt samfélag. Aðgerðir Útlendingarstofnunar þar sem grunnþjónustu við ákveðið flóttafólk er lögð niður gengur í berhögg við þessa hugmynd. Að búa meðvitað til heimilislaust fólk á ekkert skilið nema fordæmingu. Afleiðing þessarar aðgerðar er aukið álag á herðar góðhjartaðs fólks og mannúðarsamtaka. Þau vilja ekki að flóttafólk endi á götunni og reyna að hjálpa því. Þau geta ekki leyft sér sama hugarfar og Útlendingastofnun, ekkert okkar á að leyfa sér það. Í þriðju lagi og þetta er alvarlegast atriðið að mínu mati, þá býr þessi aðgerð útlendingastofnunar til afar slæmt fordæmi. Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur? Viljum við byrja að hugsa þannig sjálf að aðstæður þessa fólks komi okkur ekki við? Að það hafi sjálft komið sér í þessa aðstöðu? Viljum við að börnin okkar líti flóttafólk slíkum augum? Við höfum nýorðið vitni að því hversu slæm áhrif það hafði á bandarískt þjóðfélag, að eiga sér fyrirmynd í fyrrverandi forseta þess lands. Donald Trump tókst að leiða hluta almennings þar út í fen samsæriskenninga og falsfrétta um kosningaúrslitin sem fóru nærri því að sundra bandarísku þjóðfélagi. Þar sem þjóðfélagshópum var att saman í deilum um helstu grundvallarstoðir samfélagsins. Ég trúi að við sem búum á Íslandi viljum ekki sjá samfélag okkar fara í sömu átt. Útlendingastofnun er opinber stofnun á vegum ríkisins. Hugmyndarfræði eða framkoma hennar verður óhjákvæmilega að eins konar fyrirmynd þjóðfélagsins. Hún er birtingarmynd ríkisins, gilda þess og réttinda. Er hún meðvituð um ábyrgð sína að þessu leyti? Útlendingastofnun er nú að króa flóttafólk út í horn. Er það í anda þess sem almenningur á Íslandi vill standa fyrir? Eða stofnunin slæm fyrirmynd og ekki að endurspegla íslensk grunngildi með þessum aðgerðum sínum? Ég óska þess innilega að Útlendingastofnun velti þeirri spurningu vel fyrir sér og dragi tilbaka niðurfellingu grunnþjónustu við flóttafólk án tafar. Höfundur er er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun