Er þetta góð fyrirmynd? Toshiki Toma skrifar 1. júní 2021 12:01 Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf. Slíkt próf þarf að liggja fyrir áður en hægt er að senda þá úr landi. Án neikvæðrar niðurstöðu PCR prófs getur maður ekki farið yfir landamæli í dag og með því að neita að fara í slíkt próf hindrar það brottvísun viðkomandi. Útlendingastofnun vísar í reglugerð útlendingalaga um að þetta verklag sé leyfilegt en annað segir fólk sem hefur lengi unnið að málefnum flóttafólks. Til dæmis hafa nokkrir lögmenn gagnrýnt þessa aðgerð Útlendingastofnunar og lýsa henni sem ,,refsingu“ fyrir flóttafólk sem sýnir ekki ,,samvinnuvilja“ við Útlendingastofnun. Réttmæti ákvarðana um brottvísun flóttafólks almennt, er bæði stórt og mikilvægt málefni sem verðskuldar málefnalega umræðu. En það er allt annað mál að leggja niður grunnþjónustu við fólk sem er hingað komið. Grunnþjónustan er hér eins og húsaskjól, fæði og læknisþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða meiðsla. Í raun er verið að henda fólki út á götu og meðvitað verið að búa til heimilislaust og peningalaust fólk sem mælir göturnar. Mig langar að benda á þrennt. Í fyrsta lagi eru grunnþjónusta við flóttafólk réttindi sem eru þegar viðurkennd í íslenskum lögum. Þau eru ekki, og eiga ekki að vera, háð miskunnsemi Útlendingastofnunar. „Annað hvort hagar fólk sér eins og við segjum, eða það fer á götuna. Fólk getur valið það sjálft". Slíkar sjálfsréttlætingar halda, þegar grannt er skoðað, engu vatni. Í öðru lagi gengur slík framkoma gegn grundvallarstefnu samfélags okkar. Því óháð öllum málefnaágreiningi þá byggjum við samfélagið á sameiginlegum sáttmála. Hann er grunnur alls hins og snýst um kærleik, siðferðiskennd og mannréttindi. Í honum er til dæmis kveðið á um að við verndum hagsmuni barna, að við beitum ekki ofbeldi til að leysa ágreining og að við sköpum samfélag þar sem enginn þarf að búa á götunni. Ég trúi og veit að þetta er sameiginleg hugmynd okkar um íslenskt samfélag. Aðgerðir Útlendingarstofnunar þar sem grunnþjónustu við ákveðið flóttafólk er lögð niður gengur í berhögg við þessa hugmynd. Að búa meðvitað til heimilislaust fólk á ekkert skilið nema fordæmingu. Afleiðing þessarar aðgerðar er aukið álag á herðar góðhjartaðs fólks og mannúðarsamtaka. Þau vilja ekki að flóttafólk endi á götunni og reyna að hjálpa því. Þau geta ekki leyft sér sama hugarfar og Útlendingastofnun, ekkert okkar á að leyfa sér það. Í þriðju lagi og þetta er alvarlegast atriðið að mínu mati, þá býr þessi aðgerð útlendingastofnunar til afar slæmt fordæmi. Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur? Viljum við byrja að hugsa þannig sjálf að aðstæður þessa fólks komi okkur ekki við? Að það hafi sjálft komið sér í þessa aðstöðu? Viljum við að börnin okkar líti flóttafólk slíkum augum? Við höfum nýorðið vitni að því hversu slæm áhrif það hafði á bandarískt þjóðfélag, að eiga sér fyrirmynd í fyrrverandi forseta þess lands. Donald Trump tókst að leiða hluta almennings þar út í fen samsæriskenninga og falsfrétta um kosningaúrslitin sem fóru nærri því að sundra bandarísku þjóðfélagi. Þar sem þjóðfélagshópum var att saman í deilum um helstu grundvallarstoðir samfélagsins. Ég trúi að við sem búum á Íslandi viljum ekki sjá samfélag okkar fara í sömu átt. Útlendingastofnun er opinber stofnun á vegum ríkisins. Hugmyndarfræði eða framkoma hennar verður óhjákvæmilega að eins konar fyrirmynd þjóðfélagsins. Hún er birtingarmynd ríkisins, gilda þess og réttinda. Er hún meðvituð um ábyrgð sína að þessu leyti? Útlendingastofnun er nú að króa flóttafólk út í horn. Er það í anda þess sem almenningur á Íslandi vill standa fyrir? Eða stofnunin slæm fyrirmynd og ekki að endurspegla íslensk grunngildi með þessum aðgerðum sínum? Ég óska þess innilega að Útlendingastofnun velti þeirri spurningu vel fyrir sér og dragi tilbaka niðurfellingu grunnþjónustu við flóttafólk án tafar. Höfundur er er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga herma að Útlendingastofnun hafi tekið þá ákvörðun að leggja niður grunnþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd ef viðkomandi umsækjandi neitar að fara í skimun fyrir kórónuveirunni, svonefnt PCR próf. Slíkt próf þarf að liggja fyrir áður en hægt er að senda þá úr landi. Án neikvæðrar niðurstöðu PCR prófs getur maður ekki farið yfir landamæli í dag og með því að neita að fara í slíkt próf hindrar það brottvísun viðkomandi. Útlendingastofnun vísar í reglugerð útlendingalaga um að þetta verklag sé leyfilegt en annað segir fólk sem hefur lengi unnið að málefnum flóttafólks. Til dæmis hafa nokkrir lögmenn gagnrýnt þessa aðgerð Útlendingastofnunar og lýsa henni sem ,,refsingu“ fyrir flóttafólk sem sýnir ekki ,,samvinnuvilja“ við Útlendingastofnun. Réttmæti ákvarðana um brottvísun flóttafólks almennt, er bæði stórt og mikilvægt málefni sem verðskuldar málefnalega umræðu. En það er allt annað mál að leggja niður grunnþjónustu við fólk sem er hingað komið. Grunnþjónustan er hér eins og húsaskjól, fæði og læknisþjónustu vegna alvarlegra veikinda eða meiðsla. Í raun er verið að henda fólki út á götu og meðvitað verið að búa til heimilislaust og peningalaust fólk sem mælir göturnar. Mig langar að benda á þrennt. Í fyrsta lagi eru grunnþjónusta við flóttafólk réttindi sem eru þegar viðurkennd í íslenskum lögum. Þau eru ekki, og eiga ekki að vera, háð miskunnsemi Útlendingastofnunar. „Annað hvort hagar fólk sér eins og við segjum, eða það fer á götuna. Fólk getur valið það sjálft". Slíkar sjálfsréttlætingar halda, þegar grannt er skoðað, engu vatni. Í öðru lagi gengur slík framkoma gegn grundvallarstefnu samfélags okkar. Því óháð öllum málefnaágreiningi þá byggjum við samfélagið á sameiginlegum sáttmála. Hann er grunnur alls hins og snýst um kærleik, siðferðiskennd og mannréttindi. Í honum er til dæmis kveðið á um að við verndum hagsmuni barna, að við beitum ekki ofbeldi til að leysa ágreining og að við sköpum samfélag þar sem enginn þarf að búa á götunni. Ég trúi og veit að þetta er sameiginleg hugmynd okkar um íslenskt samfélag. Aðgerðir Útlendingarstofnunar þar sem grunnþjónustu við ákveðið flóttafólk er lögð niður gengur í berhögg við þessa hugmynd. Að búa meðvitað til heimilislaust fólk á ekkert skilið nema fordæmingu. Afleiðing þessarar aðgerðar er aukið álag á herðar góðhjartaðs fólks og mannúðarsamtaka. Þau vilja ekki að flóttafólk endi á götunni og reyna að hjálpa því. Þau geta ekki leyft sér sama hugarfar og Útlendingastofnun, ekkert okkar á að leyfa sér það. Í þriðju lagi og þetta er alvarlegast atriðið að mínu mati, þá býr þessi aðgerð útlendingastofnunar til afar slæmt fordæmi. Ef við byrjum að hugsa að það sé í lagi að henda flóttafólki út á götu, hvað gerist næst? Hverjar verða afleiðingarnar er við leyfum okkur að koma þannig fram við ákveðinn hóp fólks í kringum okkur? Viljum við byrja að hugsa þannig sjálf að aðstæður þessa fólks komi okkur ekki við? Að það hafi sjálft komið sér í þessa aðstöðu? Viljum við að börnin okkar líti flóttafólk slíkum augum? Við höfum nýorðið vitni að því hversu slæm áhrif það hafði á bandarískt þjóðfélag, að eiga sér fyrirmynd í fyrrverandi forseta þess lands. Donald Trump tókst að leiða hluta almennings þar út í fen samsæriskenninga og falsfrétta um kosningaúrslitin sem fóru nærri því að sundra bandarísku þjóðfélagi. Þar sem þjóðfélagshópum var att saman í deilum um helstu grundvallarstoðir samfélagsins. Ég trúi að við sem búum á Íslandi viljum ekki sjá samfélag okkar fara í sömu átt. Útlendingastofnun er opinber stofnun á vegum ríkisins. Hugmyndarfræði eða framkoma hennar verður óhjákvæmilega að eins konar fyrirmynd þjóðfélagsins. Hún er birtingarmynd ríkisins, gilda þess og réttinda. Er hún meðvituð um ábyrgð sína að þessu leyti? Útlendingastofnun er nú að króa flóttafólk út í horn. Er það í anda þess sem almenningur á Íslandi vill standa fyrir? Eða stofnunin slæm fyrirmynd og ekki að endurspegla íslensk grunngildi með þessum aðgerðum sínum? Ég óska þess innilega að Útlendingastofnun velti þeirri spurningu vel fyrir sér og dragi tilbaka niðurfellingu grunnþjónustu við flóttafólk án tafar. Höfundur er er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun