Fótbolti

Leikmaður í EM-hópi Skota með kórónuveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Fleck fór í EM-myndatökuna á Spáni áður en hann greindist með veiruna.
John Fleck fór í EM-myndatökuna á Spáni áður en hann greindist með veiruna. Getty/Gonzalo Arroyo

Skotar eru á leiðinni á Evrópumótið í knattspyrnu og því var ekki gaman fyrir þá að frétta að kórónuveiran hafi laumað sér inn í landsliðshópinn.

Miðjumaðurinn John Fleck fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi í æfingabúðum skoska landsliðsins í La Finca á Spáni.

Skoska landsliðið er búið að vera á Spáni undanfarna fjóra daga.

Leikmaðurinn er kominn í einangrun og mun ekki ferðast með liðinu í vináttulandsleikinn á móti Holland í Portúgal en sá fer fram á morgun.

Skotar eiga líka eftir að mæta Lúxemborg í vináttulandsleik áður en þeir spila sinn fyrsta leik á EM sem verður á móti Tékkum 14. júní næstkomandi.

John Fleck spilar með liði Sheffield United og var í 26 manna hópi Steve Clarke. Skotar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót í 23 ár.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kórónuveiran er að stríða Skotum. Í sigrinum á Ísrael í umspilinu í október í fyrra þá misstu þrír leikmenn af leiknum. Stuart Armstrong greindist þá með kórónuveiruna og þeir Kieran Tierney og Ryan Christie þurftu báðir að fara í sóttkví vegna smitsins.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×