Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 09:00 Filterar, rammar og borðar hjá Facebook og Instagram eru skemmtileg nýjung í kosningabaráttu. vísir Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. Kosningabaráttan vekur einnig vangaveltur um athyglisverða nýjung í prófkjörsbaráttu á Íslandi sem gæti ráðið úrslitunum; vettvangur samfélagsmiðla og stuðningur áhrifavalda. Tvö fyrstu sæti en einn leiðtogi Það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem bítast um leiðtogasætið. Þau eru þau einu í prófkjörinu sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti á lista og það mætti heita stórfurðulegt ef þau enduðu ekki bæði í fyrsta sæti því Reykjavík skiptist upp í tvö kjördæmi, norður og suður. Innan Sjálfstæðisflokksins er hinsvegar talað um leiðtoga flokksins í Reykjavík á þingi en það er sá sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjörinu. Baráttan milli Áslaugar og Guðlaugs snýst því að mörgu leyti frekar um þetta leiðtogahlutverk heldur en að vera í efsta sæti á lista, því það telst næsta víst að bæði verði í fyrsta sæti, annað í suðri en hitt í norðri. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Og þar gæti meira legið undir; leiðtogasæti í Reykjavík er líklega grundvöllur frekari frama innan flokksins. Vísir fékk tvo stjórnmálafræðinga til að greina prófkjörsbaráttuna og voru báðir sammála um að niðurstaðan gæti sagt mikið um framtíð Sjálfstæðisflokksins og jafnvel gefið vísbendingar um næsta formann hans. „Þetta snýst auðvitað um að komast áfram í goggunarröðinni. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður frá árinu 2009 og hefur ekki gefið út annað en að hann muni halda áfram sem leiðtogi um ókomin ár. En þetta snýst auðvitað um að styrkja stöðu sína innan flokksins, koma út og sýna mátt sinn,“ segir Stefanía Óskarsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði hjá Háskólanum við Bifröst, er á svipuðu máli. Aðspurður um hvað tap þýddi fyrir Guðlaug segir hann: „Ef að Guðlaugur tapar þá er hann á hallanda fæti og er þá væntanlega í lakara færi til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur kannski haft annað augað á að hann gæti orðið.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann við Bifröst, fóru yfir málin fyrir Vísi.mynd/Kristinn Ingvarsson/aðsend Áslaug hefur þá sjálf sagt það opinberlega að hún vilji verða forsætisráðherra einn daginn. Leiðtogasæti í borginni og formennska í flokknum eru eflaust lykilskref í þá átt. „Það er auðvitað þannig að Áslaug Arna, sem er yngri þingmaður, hún skorar Guðlaug á hólm í prófkjörinu til að stilla sér upp sem einhvers konar leiðtoga Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þannig þetta er bara hefðbundin áskorun,“ segir Eiríkur. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Áslaug skorar á Guðlaug í innanflokksbaráttu því árið 2015 bauð hún sig óvænt fram til stöðu ritara flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hafði lengi vel verið eini frambjóðandinn í embættið og sagði hann á sínum tíma að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig þó hann fagnaði því. Hann ákvað síðan að draga sitt framboð til baka á landsfundinum, að eigin sögn til að hleypa ungu fólki í flokknum að. Sjá einnig: Áslaug nýr ritari Sjálfstæðisflokksins með 92 prósent atkvæða Áslaug Arna hefur látið búa til þrjá ramma á grammið fyrir kosningabaráttuna.instagram/áslaug arna Filteraður frambjóðandi í fyrsta skipti Prófkjörsbaráttan í ár er um margt sérstök en frambjóðendurnir hafa beitt nokkuð misjöfnum aðferðum í henni. Til einföldunar mætti segja að Guðlaugur hafi haldið sig við nokkuð hefðbundnar aðferðir, öflugt úthringiteymi og einstaka keyptar auglýsingar, á meðan Áslaug hefur haldið úti öllu markvissari auglýsingaherferðum sem fara að gríðarlega stórum hluta fram á samfélagsmiðlum. Í auglýsingataktík Áslaugar má finna nokkrar nýjungar á borð við svokallaðan filter eða ramma sem stuðningsmenn hennar geta dreift myndum af sér með á Instagram og þá má sjá að hún hefur aflað sér stuðning áhrifavalds til að auglýsa framboðið. Birgitta Líf Björnsdóttir, einn þekktasti áhrifavaldur landsins og markaðsstjóri og erfingi World Class samsteypunnar, hefur verið afar virk í að dreifa kosningaefni og auglýsingum Áslaugar í Instagram-sögu (e. story) sinni. Kosningastjóri Áslaugar, Nanna Kristín Tryggvadóttir, segir við Vísi að hvorki hafi verið greitt fyrir filterinn né birtingar kosningaslagorða á reikningum áhrifavalda. Birgitta Líf sé einfaldlega að styðja vinkonu sína í prófkjöri og þá hafi filterinn verið búinn til af annarri vinkonu Áslaugar. Áslaug Arna er langvinsælasti stjórnmálamaður landsins á Instagram, ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, með 17.700 fylgjendur. Til samanburðar er Guðlaugur Þór ekki með nema tæplega fjögur þúsund fylgjendur. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Guðlaugur nýti sér Instagram ekki til mikilla auglýsinga. Bæði hafa hann og Áslaug hins vegar nýtt sér samfélagsmiðilinn Facebook til að auglýsa sig bæði með því að greiða fyrir að færslur þeirra nái til fleiri en einnig með sambærilegum ramma og Áslaug býður upp á á Instagram, en hér er hann aðgengilegur við prófílmynd fólks á Facebook: Allir geta uppfært prófílmyndir sínar á Facebook. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að vera með báða á í einu og verða Sjálfstæðismenn því að taka skýra afstöðu til prófkjörsins á Facebook.facebook Ekki eins mikil áhersla á íslenska miðla Svo virðist sem samfélagsmiðlarnir hafi algjörlega tekið yfir sem auglýsingavettvangur stjórnmálanna. Samkvæmt kosningastjórum Áslaugar og Guðlaugs hefur aðaláherslan í kosningabaráttunni verið á að auglýsa á samfélagsmiðlum. Áslaug hefur þó auglýst smávegis hjá íslenskum fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið, Vísi og Viðskiptablaðið og hefur Guðlaugur keypt einn lítinn auglýsingaborða hjá íslenskum miðli. Samkvæmt kosningastjóra hans er hins vegar til skoðunar að gera meira af því á næstu dögum. Guðlaugur var afar virkur auglýsandi í prófkjörsbaráttu sinni í Reykjavík árið 2006 en greint var frá því fjórum árum síðar, þegar stjórnmálamönnum var gert skylt að upplýsa um kostnað framboða sinna og styrki sem þeir þáðu, að hann hefði þegið heilar 24,8 milljónir króna í styrki. Þær fóru að mestu í kostnað við að halda úti kosningaskrifstofu og í auglýsingar, þá aðallega í dagblöðum. Sjá einnig: Guðlaugur fékk 25 milljónir frá aðilum sem segja ekki til nafns. „Þessi kosningabarátta núna minnir svolítið á þessa tíma fyrir hrun. Það er auðvitað tiltölulega auðvelt að nota þessa samfélagsmiðla miðað við það sem þessar blaðaauglýsingar kostuðu á árum áður. Þá hljóp þetta á hundruðum þúsunda sem ein svona heilsíðuauglýsing kostaði,“ segir dósentinn Stefanía Óskarsdóttir. Lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda var síðan breytt nokkuð í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og meiri hömlur settar á leyfilega eyðslu stjórnmálamanna í persónukjöri. Þær voru svo aftur rýmkaðar dálítið árið 2018 og nú mega þeir sem eru í prófkjöri í Reykjavík til að mynda eyða 2 milljónum króna að viðbættum 140 krónum á hvern lögráða íbúa borgarinnar. Það er mun minni upphæð en tíðkaðist í prófkjörum fyrir hrun en samt sem áður hafa auglýsingar frambjóðendanna verið gríðarlega áberandi í ár. Það kostar nefnilega sáralítið að auglýsa hjá erlendu risunum Facebook og Instagram í samanburði við íslenska fjölmiðla. Þróun sem veikir stöðu fjölmiðla Formaður Blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hefur áhyggjur af aukinn áherslu stjórnmálamanna á að auglýsa hjá erlendum tæknirisum: „Við gætum talað um samfélagslega ábyrgð stjórnmálamanna þegar kemur að því að velja hvert auglýsingaféð fer. Vegna þess að við sjáum að samkvæmt tölum frá hagstofunni í fyrra þá fer tæplega 40 prósent af auglýsingatekjum til erlendra tæknirisa á borð við Facebook og Google,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.vísir/vilhelm Hún segir stjórnmálamenn sífellt tala um fjölmiðla sem grundvöll lýðræðisins þegar þeim hentar sú orðræða. „Á tillidögum er gripið til þessa orðalags en þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hvar á að auglýsa þá allt í einu skiptir það ekki máli. Mér finnst fullt tilefni til að koma með áskorun, ekki bara til stjórnmálamannanna sem eru í prófkjörsbaráttu, heldur til stjórnmálaflokkanna allra að íhuga stöðu íslenskra fjölmiðla mjög vandlega þegar kemur að því að auglýsa fyrir næstu kosningar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kosningabaráttan vekur einnig vangaveltur um athyglisverða nýjung í prófkjörsbaráttu á Íslandi sem gæti ráðið úrslitunum; vettvangur samfélagsmiðla og stuðningur áhrifavalda. Tvö fyrstu sæti en einn leiðtogi Það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem bítast um leiðtogasætið. Þau eru þau einu í prófkjörinu sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti á lista og það mætti heita stórfurðulegt ef þau enduðu ekki bæði í fyrsta sæti því Reykjavík skiptist upp í tvö kjördæmi, norður og suður. Innan Sjálfstæðisflokksins er hinsvegar talað um leiðtoga flokksins í Reykjavík á þingi en það er sá sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjörinu. Baráttan milli Áslaugar og Guðlaugs snýst því að mörgu leyti frekar um þetta leiðtogahlutverk heldur en að vera í efsta sæti á lista, því það telst næsta víst að bæði verði í fyrsta sæti, annað í suðri en hitt í norðri. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Og þar gæti meira legið undir; leiðtogasæti í Reykjavík er líklega grundvöllur frekari frama innan flokksins. Vísir fékk tvo stjórnmálafræðinga til að greina prófkjörsbaráttuna og voru báðir sammála um að niðurstaðan gæti sagt mikið um framtíð Sjálfstæðisflokksins og jafnvel gefið vísbendingar um næsta formann hans. „Þetta snýst auðvitað um að komast áfram í goggunarröðinni. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður frá árinu 2009 og hefur ekki gefið út annað en að hann muni halda áfram sem leiðtogi um ókomin ár. En þetta snýst auðvitað um að styrkja stöðu sína innan flokksins, koma út og sýna mátt sinn,“ segir Stefanía Óskarsdóttir dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði hjá Háskólanum við Bifröst, er á svipuðu máli. Aðspurður um hvað tap þýddi fyrir Guðlaug segir hann: „Ef að Guðlaugur tapar þá er hann á hallanda fæti og er þá væntanlega í lakara færi til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hann hefur kannski haft annað augað á að hann gæti orðið.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann við Bifröst, fóru yfir málin fyrir Vísi.mynd/Kristinn Ingvarsson/aðsend Áslaug hefur þá sjálf sagt það opinberlega að hún vilji verða forsætisráðherra einn daginn. Leiðtogasæti í borginni og formennska í flokknum eru eflaust lykilskref í þá átt. „Það er auðvitað þannig að Áslaug Arna, sem er yngri þingmaður, hún skorar Guðlaug á hólm í prófkjörinu til að stilla sér upp sem einhvers konar leiðtoga Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þannig þetta er bara hefðbundin áskorun,“ segir Eiríkur. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Áslaug skorar á Guðlaug í innanflokksbaráttu því árið 2015 bauð hún sig óvænt fram til stöðu ritara flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hafði lengi vel verið eini frambjóðandinn í embættið og sagði hann á sínum tíma að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig þó hann fagnaði því. Hann ákvað síðan að draga sitt framboð til baka á landsfundinum, að eigin sögn til að hleypa ungu fólki í flokknum að. Sjá einnig: Áslaug nýr ritari Sjálfstæðisflokksins með 92 prósent atkvæða Áslaug Arna hefur látið búa til þrjá ramma á grammið fyrir kosningabaráttuna.instagram/áslaug arna Filteraður frambjóðandi í fyrsta skipti Prófkjörsbaráttan í ár er um margt sérstök en frambjóðendurnir hafa beitt nokkuð misjöfnum aðferðum í henni. Til einföldunar mætti segja að Guðlaugur hafi haldið sig við nokkuð hefðbundnar aðferðir, öflugt úthringiteymi og einstaka keyptar auglýsingar, á meðan Áslaug hefur haldið úti öllu markvissari auglýsingaherferðum sem fara að gríðarlega stórum hluta fram á samfélagsmiðlum. Í auglýsingataktík Áslaugar má finna nokkrar nýjungar á borð við svokallaðan filter eða ramma sem stuðningsmenn hennar geta dreift myndum af sér með á Instagram og þá má sjá að hún hefur aflað sér stuðning áhrifavalds til að auglýsa framboðið. Birgitta Líf Björnsdóttir, einn þekktasti áhrifavaldur landsins og markaðsstjóri og erfingi World Class samsteypunnar, hefur verið afar virk í að dreifa kosningaefni og auglýsingum Áslaugar í Instagram-sögu (e. story) sinni. Kosningastjóri Áslaugar, Nanna Kristín Tryggvadóttir, segir við Vísi að hvorki hafi verið greitt fyrir filterinn né birtingar kosningaslagorða á reikningum áhrifavalda. Birgitta Líf sé einfaldlega að styðja vinkonu sína í prófkjöri og þá hafi filterinn verið búinn til af annarri vinkonu Áslaugar. Áslaug Arna er langvinsælasti stjórnmálamaður landsins á Instagram, ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, með 17.700 fylgjendur. Til samanburðar er Guðlaugur Þór ekki með nema tæplega fjögur þúsund fylgjendur. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Guðlaugur nýti sér Instagram ekki til mikilla auglýsinga. Bæði hafa hann og Áslaug hins vegar nýtt sér samfélagsmiðilinn Facebook til að auglýsa sig bæði með því að greiða fyrir að færslur þeirra nái til fleiri en einnig með sambærilegum ramma og Áslaug býður upp á á Instagram, en hér er hann aðgengilegur við prófílmynd fólks á Facebook: Allir geta uppfært prófílmyndir sínar á Facebook. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að vera með báða á í einu og verða Sjálfstæðismenn því að taka skýra afstöðu til prófkjörsins á Facebook.facebook Ekki eins mikil áhersla á íslenska miðla Svo virðist sem samfélagsmiðlarnir hafi algjörlega tekið yfir sem auglýsingavettvangur stjórnmálanna. Samkvæmt kosningastjórum Áslaugar og Guðlaugs hefur aðaláherslan í kosningabaráttunni verið á að auglýsa á samfélagsmiðlum. Áslaug hefur þó auglýst smávegis hjá íslenskum fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið, Vísi og Viðskiptablaðið og hefur Guðlaugur keypt einn lítinn auglýsingaborða hjá íslenskum miðli. Samkvæmt kosningastjóra hans er hins vegar til skoðunar að gera meira af því á næstu dögum. Guðlaugur var afar virkur auglýsandi í prófkjörsbaráttu sinni í Reykjavík árið 2006 en greint var frá því fjórum árum síðar, þegar stjórnmálamönnum var gert skylt að upplýsa um kostnað framboða sinna og styrki sem þeir þáðu, að hann hefði þegið heilar 24,8 milljónir króna í styrki. Þær fóru að mestu í kostnað við að halda úti kosningaskrifstofu og í auglýsingar, þá aðallega í dagblöðum. Sjá einnig: Guðlaugur fékk 25 milljónir frá aðilum sem segja ekki til nafns. „Þessi kosningabarátta núna minnir svolítið á þessa tíma fyrir hrun. Það er auðvitað tiltölulega auðvelt að nota þessa samfélagsmiðla miðað við það sem þessar blaðaauglýsingar kostuðu á árum áður. Þá hljóp þetta á hundruðum þúsunda sem ein svona heilsíðuauglýsing kostaði,“ segir dósentinn Stefanía Óskarsdóttir. Lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda var síðan breytt nokkuð í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og meiri hömlur settar á leyfilega eyðslu stjórnmálamanna í persónukjöri. Þær voru svo aftur rýmkaðar dálítið árið 2018 og nú mega þeir sem eru í prófkjöri í Reykjavík til að mynda eyða 2 milljónum króna að viðbættum 140 krónum á hvern lögráða íbúa borgarinnar. Það er mun minni upphæð en tíðkaðist í prófkjörum fyrir hrun en samt sem áður hafa auglýsingar frambjóðendanna verið gríðarlega áberandi í ár. Það kostar nefnilega sáralítið að auglýsa hjá erlendu risunum Facebook og Instagram í samanburði við íslenska fjölmiðla. Þróun sem veikir stöðu fjölmiðla Formaður Blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hefur áhyggjur af aukinn áherslu stjórnmálamanna á að auglýsa hjá erlendum tæknirisum: „Við gætum talað um samfélagslega ábyrgð stjórnmálamanna þegar kemur að því að velja hvert auglýsingaféð fer. Vegna þess að við sjáum að samkvæmt tölum frá hagstofunni í fyrra þá fer tæplega 40 prósent af auglýsingatekjum til erlendra tæknirisa á borð við Facebook og Google,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.vísir/vilhelm Hún segir stjórnmálamenn sífellt tala um fjölmiðla sem grundvöll lýðræðisins þegar þeim hentar sú orðræða. „Á tillidögum er gripið til þessa orðalags en þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hvar á að auglýsa þá allt í einu skiptir það ekki máli. Mér finnst fullt tilefni til að koma með áskorun, ekki bara til stjórnmálamannanna sem eru í prófkjörsbaráttu, heldur til stjórnmálaflokkanna allra að íhuga stöðu íslenskra fjölmiðla mjög vandlega þegar kemur að því að auglýsa fyrir næstu kosningar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira