Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 07:50 Hér má sjá stöðuna á Gróðurhúsinu eins og hún var í gær, þriðjudag. Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira