Kenna milljónum einstaklinga sjálfsvörn á TikTok Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 14:00 Ingibjörg Helga og Jón Viðar. Ísland í dag Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn hafa fengið um 30 milljón áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að þau byrjuðu að kenna þar sjálfsvörn í stuttum myndskeiðum fyrir örfáum vikum. Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð. Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð.
Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
„Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00