Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2021 11:50 Viðskiptabankarnir þrír hækkuð allir vexti á húsnæðislánum í gær um 0,15 til 0,25 prósentustig. Vísir/Hjalti Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. Viðskiptabankarnir hækkuðu allir vexti sína á íbúðalánum í gær allt frá 0,15 prósentustigum upp um 0,25 prósentustig.Þessar hækkanir fylgja hækkun Seðlabanka Íslands á meginvöxtum sínum um 0,25 prósentur hinn 19. maí síðast liðinn eftir langt vaxtalækkunarferli. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna skorar á neytendur að taka þátt í hópmálsókn gegn viðskiptabönkunum vegna óskýrra skilamála þeirra fyrir breytingum á vöxtum húsnæðislána.Vísir/Vilhelm Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að enn á ný sé hafið ferli til hækkunar vaxta hjá bönkunum. „Og enn á ný er engin leið að átta sig á því hvort að þær séu réttmætar. Það skýrist af því að skilmálar lána eru óskýrir. Innifela einhliða og huglæga mælikvarða sem er ekki hægt að sannreyna,“ segir Breki. Þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína á dögunum úr 0,75 prósentum í eitt prósent var það rökstutt með þrálátri verðbólgu bæði innanlands og utan. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði við það tækifæri að bankinn myndi ekki hika við að hækka meginvexti enn meira ef verðbólgan gæfi ekki eftir. Hún lækkaði síðan um 0,2 prósentustig milli mánaða í síðasta mánuði þegar hún mældis 4,4 prósent. Breki segir ástæðu til að óttast að nú sé vaxtahækkunarferli hafið. „Já, og sérstaklega með tilliti til þess að þegar Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli sitt árið 2019 vakti það athygli að það tók bankana marga mánuði að lækka lánsvexti. En núna þegar vextir Seðlabankans hækka eru þeir örsnöggir að hækka þá aftur,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Þetta varpi skýru ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búi gjarnan við gagnvart fyrirtækjum í yfirburðarstöðu fjárhagslega og í þekkingu sem geri þeim að samþykkja einhliða og ósanngjarna skilmála. Neytendasamtökin standa fyrir hópmálsókn gegn bönkunum vegna óskýrra skilmála á bakvið breytingar á vaxtakjörum og nú hafa yfir þúsund manns skráð sig í hópinn og enn er opið fyrir skráningar á vaxtamalid.is . „Og við hvetjum alla til að skrá sig og sýna að neytendur standi saman með óyggjandi hætti. Að við séum reiðubúin að sækja rétt okkar og tryggja afgerandi niðurstöðu því við svona ósanngjarna og einhliða mælikvarða er ekki hægt að búa,“ segir sagði Breki Karlsson. Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent á árinu Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu. 1. júní 2021 06:13 Verðbólga lækkar milli mánaða Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. 27. maí 2021 09:17 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Viðskiptabankarnir hækkuðu allir vexti sína á íbúðalánum í gær allt frá 0,15 prósentustigum upp um 0,25 prósentustig.Þessar hækkanir fylgja hækkun Seðlabanka Íslands á meginvöxtum sínum um 0,25 prósentur hinn 19. maí síðast liðinn eftir langt vaxtalækkunarferli. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna skorar á neytendur að taka þátt í hópmálsókn gegn viðskiptabönkunum vegna óskýrra skilamála þeirra fyrir breytingum á vöxtum húsnæðislána.Vísir/Vilhelm Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að enn á ný sé hafið ferli til hækkunar vaxta hjá bönkunum. „Og enn á ný er engin leið að átta sig á því hvort að þær séu réttmætar. Það skýrist af því að skilmálar lána eru óskýrir. Innifela einhliða og huglæga mælikvarða sem er ekki hægt að sannreyna,“ segir Breki. Þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína á dögunum úr 0,75 prósentum í eitt prósent var það rökstutt með þrálátri verðbólgu bæði innanlands og utan. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði við það tækifæri að bankinn myndi ekki hika við að hækka meginvexti enn meira ef verðbólgan gæfi ekki eftir. Hún lækkaði síðan um 0,2 prósentustig milli mánaða í síðasta mánuði þegar hún mældis 4,4 prósent. Breki segir ástæðu til að óttast að nú sé vaxtahækkunarferli hafið. „Já, og sérstaklega með tilliti til þess að þegar Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli sitt árið 2019 vakti það athygli að það tók bankana marga mánuði að lækka lánsvexti. En núna þegar vextir Seðlabankans hækka eru þeir örsnöggir að hækka þá aftur,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Þetta varpi skýru ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búi gjarnan við gagnvart fyrirtækjum í yfirburðarstöðu fjárhagslega og í þekkingu sem geri þeim að samþykkja einhliða og ósanngjarna skilmála. Neytendasamtökin standa fyrir hópmálsókn gegn bönkunum vegna óskýrra skilmála á bakvið breytingar á vaxtakjörum og nú hafa yfir þúsund manns skráð sig í hópinn og enn er opið fyrir skráningar á vaxtamalid.is . „Og við hvetjum alla til að skrá sig og sýna að neytendur standi saman með óyggjandi hætti. Að við séum reiðubúin að sækja rétt okkar og tryggja afgerandi niðurstöðu því við svona ósanngjarna og einhliða mælikvarða er ekki hægt að búa,“ segir sagði Breki Karlsson.
Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent á árinu Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu. 1. júní 2021 06:13 Verðbólga lækkar milli mánaða Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. 27. maí 2021 09:17 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45
Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent á árinu Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu. 1. júní 2021 06:13
Verðbólga lækkar milli mánaða Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. 27. maí 2021 09:17
Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20