Valur missti niður helming forskotsins: „Þetta er bara „deja vu““ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 14:01 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 15 mörk fyrir KA í gær og var öflugur á lokasprettinum sem gaf KA von. vísir/elín björg Valsmenn eru með fjögurra marka forskot gegn KA fyrir seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Forskotið væri enn meira ef KA hefði ekki náð góðum lokaspretti. Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Sport Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Staðan var 29-21 fyrir Val þegar fimm mínútur voru eftir en lokatölur urðu 30-26. Það er því spenna í einvíginu fyrir leik liðanna á Hlíðarenda á föstudagskvöld. „Þetta er bara „deja vu“ frá hinum leiknum. Hvernig er hægt að gera sama hlutinn tvisvar?“ spurði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann ræddi við sérfræðinga sína í Seinni bylgjunni. Henry vísaði til þess þegar KA og Valur gerðu 27-27 jafntefli á Akureyri í febrúar, eftir að Valsmenn höfðu verið 26-20 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Klippa: Seinni bylgjan - Klaufar undir lokin Bjarni Fritzson var ekki á því að setja of mikið út á Valsmenn fyrir að hafa misst niður helminginn af forskoti sínu á skömmum tíma: „Oft í úrslitakeppninni, þegar maður er kominn með gott forskot, þá byrjar maður að taka menn út af því það skiptir ekki máli hvernig lokastaðan er. Mér fannst vera pínu svoleiðis bragur á þessu,“ sagði Bjarni, en í fyrirkomulaginu í ár skiptir hvert mark máli því samanlögð úrslit úr tveimur leikjum gilda. Einar Andri Einarsson kvaðst hafa vonast eftir því að stemningin í KA-heimilinu yrði frá byrjun eins og hún var á lokamínútunum: „Þegar við vorum að spá í hvernig þessi leikur myndi þróast þá bjóst maður við að stemningin yrði eins og hún var síðustu 3-4 mínúturnar. Allt sturlað í stúkunni. En þetta var ekki úrslitakeppnisleikur í byrjun. Valur tók frumkvæðið, sló vopnin úr höndum KA, það voru minni læti í áhorfendum,“ sagði Einar. „Leikmenn verða líka að hífa áhorfendur með sér,“ sagði Bjarni en umræðuna alla má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Sport Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita