Fótbolti

Ekki í EM-hópnum en átti þátt í sigur­marki Eng­lands | Trent haltraði af velli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent haltrar af velli.
Trent haltrar af velli. Scott Heppell/PA Images

Jesse Lingard er ekki í hópi Englands sem leikur á EM í sumar en hann var hins vegar í byrjunarliði Englands í kvöld er þeir unnu 1-0 sigur á Austurríki í vináttulandsleik.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnti leikmannahóp sinn á fimmtudaginn og þar var enginn Lingard en hann byrjaði hins vegar í kvöld.

Hann og Jack Grealish sáu um undirbúninginn í sigurmarki Englands en markið skoraði Bukayo Saka á 56. mínútu. Lokatölur 1-0.

Það voru þó ekki bara jákvæðar fréttir af enska landsliðinu því Trent Alexander-Arnold haltraði af velli í síðari hálfleik vegna meiðsla.

Þýskaland og Danmörk gerði 1-1 jafntefli í Austurríki og Frakkland vann 3-0 sigur á Wales í endurkomu Karim Benzema.

Benzema klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Kylian Mbappe, Antoine Griezmann og Ousmane Dembele skoruðu mörk Frakka.

Holland og Skotland gerðu 2-2 jafntefli og Noregur vann 1-0 sigur á Lúxemborg.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×