Segir hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 09:01 Það er mikil pressa á Seiko Hashimoto þessa dagana en hún er hundrað prósent viss um að ÓL 2020 fari fram í Tókýó í sumar. AP/Koji Sasahara Forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó hefur fullvissað heiminn um það að leikarnir munu fara fram í sumar þrátt fyrir erfiða stöðu í kórónufaraldrinum í Japan. Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira