Mætast í þriðja sinn á einni viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 14:31 Hákon Daði Styrmisson og félagar í ÍBV mæta í Kaplakrika í kvöld. vísir/hulda margrét FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku. Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira