Mætast í þriðja sinn á einni viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 14:31 Hákon Daði Styrmisson og félagar í ÍBV mæta í Kaplakrika í kvöld. vísir/hulda margrét FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku. Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira