Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 36-22 | Gat vart verið þægilegra hjá deildarmeisturunum Andri Már Eggertsson skrifar 3. júní 2021 22:00 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Haukar voru í einkar góðum málum fyrir leik kvöldsins gegn Aftureldingu en deildarmeistararnir unnu fyrri leik liðanna með tíu marka mun. Leik kvöldsins unnu þeir með 14 marka mun og einvígið með 24 mörkum hvorki meira né minna. Haukar sigla því örugglega inn í undanúrslit þar sem Stjarnan eða Selfoss bíður. Haukar byrjuðu á að gera þrjú fyrstu mörk leiksins. Þeir komust fljótlega fjórum mörkum yfir en Afturelding vann sig hægt og rólega inn í leikinn. Það kviknaði rækilega á Blæ Hinrikssyni sem gerði 4 mörk í röð fyrir Aftureldingu sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu sig gildandi og komust yfir 9-10. Í stöðunni 12-12 og tæplega þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleik fór leikmenn Aftureldingar að vera verulegir klaufar. Haukar gengu á lagið og gerðu síðustu 4 mörk leiksins og fóru inn í hálfleikinn 16-12 yfir. Þessi lokakafli í fyrri hálfleik var bensín fyrir deildarmeistarana sem gáfu ekkert eftir. Staðan var orðin 22-18 eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og alveg ljóst hverjir myndu vinna leikinn. Bergvin Þór Gíslason fékk sína þriðju brottvísun þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af leiknum, þá voru bæði hann og Gunnar Kristinn Þórsson búnir að ljúka leik og því róðurinn orðin ansi þungur fyrir gestina. Haukar gerðu vel í að keyra áfram, þeir gátu rúllað vel á liðinu sínu og fengu allir leikmenn Hauka sem voru á skýrslu að spila í kvöld. Niðurstaðan Haukar komnir áfram í undanúrslitin eftir 14 marka sigur á Aftureldingu 36-22. Af hverju unnu Haukar? Í stöðunni 12-12 þegar tæplega 4 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, tóku Haukarnir öll völd á leiknum þeir gerðu næstu 5 mörk leiksins og var því staðan orðin 17-12 í upphafi síðari hálfleik sem var of mikið fyrir gestina frá Mosfellsbæ. Hverjir stóðu upp úr? Atli Már Báruson kom með frábærar innkomu af bekknum. Hann gerði 5 mörk úr 6 skotum og var duglegur að skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Allir úti leikmenn Hauka skoruðu í leiknum nema Heimir Óli Heimisson. Aron Kristjánsson gat rúllað mikið á liðinu sínu og skipti engu máli hver kom inn á það skiluðu allir góðu framlagi. Blær Hinriksson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með 7 mörk og átti góðan kafla í fyrri hálfleik þegar hans menn voru inn í leiknum. Hvað gekk illa? Þunnskipaðir Mosfellingar voru þreyttir í lok fyrri hálfleiks sem kallaði á mörg klaufamistök og lélegar ákvarðana tökur sem gerði það að verkum að Haukarnir gengu á lagið og bjuggu til forskot sem þeir slepptu aldrei takinu á. Hvað gerist næst? Afturelding er komið í sumarfrí. Haukar eru búnir að tryggja sér inn í undanúrslitin þar sem annað hvort Stjarnan eða Selfoss bíða þeirra. Gerðum vel í að halda haus þrátt fyrir 10 marka sigur í síðasta leik Aron var kátur í leiks lok.Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var kátur í leiks lok með frammistöðu liðsins eftir 14 marka sigur. „Ég er mjög ánægður þá sérstaklega með hvernig við unnum leikinn í kvöld. Eftir að hafa unnið leikinn úti með 10 mörkum hefði verið auðvelt að falla í einhverja gryfju en svo var ekki í kvöld sem ég er afar ánægður með." „Þó frammistaðan hafi ekki verið upp á 10 þá var ég ánægður með að sjá vinnusemina og baráttuna í liðinu," sagði Aron eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafna framan af en lokakafli Hauka gerði það að verkum að þeir voru yfir í hálfleik 16-12. „Handbolti er 60 mínútur. Ég hafði litlar áhyggjur þó leikurinn var jafn til að byrja með, það var kraftur í okkur sem við héldum út allan leikinn." Það fengu allir leikmenn Hauka sem voru á skýrslu að spila og gat Aron rúllað mikið á liðinu í kvöld. „Það spiluðu allir margar mínútur í kvöld. Við vorum með yngri óreyndari leikmenn sem fengu síðasta korterið og stóðu sig með prýði," sagði Aron að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Afturelding
Haukar voru í einkar góðum málum fyrir leik kvöldsins gegn Aftureldingu en deildarmeistararnir unnu fyrri leik liðanna með tíu marka mun. Leik kvöldsins unnu þeir með 14 marka mun og einvígið með 24 mörkum hvorki meira né minna. Haukar sigla því örugglega inn í undanúrslit þar sem Stjarnan eða Selfoss bíður. Haukar byrjuðu á að gera þrjú fyrstu mörk leiksins. Þeir komust fljótlega fjórum mörkum yfir en Afturelding vann sig hægt og rólega inn í leikinn. Það kviknaði rækilega á Blæ Hinrikssyni sem gerði 4 mörk í röð fyrir Aftureldingu sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu sig gildandi og komust yfir 9-10. Í stöðunni 12-12 og tæplega þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleik fór leikmenn Aftureldingar að vera verulegir klaufar. Haukar gengu á lagið og gerðu síðustu 4 mörk leiksins og fóru inn í hálfleikinn 16-12 yfir. Þessi lokakafli í fyrri hálfleik var bensín fyrir deildarmeistarana sem gáfu ekkert eftir. Staðan var orðin 22-18 eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og alveg ljóst hverjir myndu vinna leikinn. Bergvin Þór Gíslason fékk sína þriðju brottvísun þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af leiknum, þá voru bæði hann og Gunnar Kristinn Þórsson búnir að ljúka leik og því róðurinn orðin ansi þungur fyrir gestina. Haukar gerðu vel í að keyra áfram, þeir gátu rúllað vel á liðinu sínu og fengu allir leikmenn Hauka sem voru á skýrslu að spila í kvöld. Niðurstaðan Haukar komnir áfram í undanúrslitin eftir 14 marka sigur á Aftureldingu 36-22. Af hverju unnu Haukar? Í stöðunni 12-12 þegar tæplega 4 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, tóku Haukarnir öll völd á leiknum þeir gerðu næstu 5 mörk leiksins og var því staðan orðin 17-12 í upphafi síðari hálfleik sem var of mikið fyrir gestina frá Mosfellsbæ. Hverjir stóðu upp úr? Atli Már Báruson kom með frábærar innkomu af bekknum. Hann gerði 5 mörk úr 6 skotum og var duglegur að skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Allir úti leikmenn Hauka skoruðu í leiknum nema Heimir Óli Heimisson. Aron Kristjánsson gat rúllað mikið á liðinu sínu og skipti engu máli hver kom inn á það skiluðu allir góðu framlagi. Blær Hinriksson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með 7 mörk og átti góðan kafla í fyrri hálfleik þegar hans menn voru inn í leiknum. Hvað gekk illa? Þunnskipaðir Mosfellingar voru þreyttir í lok fyrri hálfleiks sem kallaði á mörg klaufamistök og lélegar ákvarðana tökur sem gerði það að verkum að Haukarnir gengu á lagið og bjuggu til forskot sem þeir slepptu aldrei takinu á. Hvað gerist næst? Afturelding er komið í sumarfrí. Haukar eru búnir að tryggja sér inn í undanúrslitin þar sem annað hvort Stjarnan eða Selfoss bíða þeirra. Gerðum vel í að halda haus þrátt fyrir 10 marka sigur í síðasta leik Aron var kátur í leiks lok.Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var kátur í leiks lok með frammistöðu liðsins eftir 14 marka sigur. „Ég er mjög ánægður þá sérstaklega með hvernig við unnum leikinn í kvöld. Eftir að hafa unnið leikinn úti með 10 mörkum hefði verið auðvelt að falla í einhverja gryfju en svo var ekki í kvöld sem ég er afar ánægður með." „Þó frammistaðan hafi ekki verið upp á 10 þá var ég ánægður með að sjá vinnusemina og baráttuna í liðinu," sagði Aron eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafna framan af en lokakafli Hauka gerði það að verkum að þeir voru yfir í hálfleik 16-12. „Handbolti er 60 mínútur. Ég hafði litlar áhyggjur þó leikurinn var jafn til að byrja með, það var kraftur í okkur sem við héldum út allan leikinn." Það fengu allir leikmenn Hauka sem voru á skýrslu að spila og gat Aron rúllað mikið á liðinu í kvöld. „Það spiluðu allir margar mínútur í kvöld. Við vorum með yngri óreyndari leikmenn sem fengu síðasta korterið og stóðu sig með prýði," sagði Aron að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti