Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson er sá eini í Keflavíkurliðinu sem tók þátt í síðasta sigurleik liðsins í Frostaskjóli í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum