6 dagar í EM: Þjóðverjar eina þjóðin í undanúrslitum þriggja síðustu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2021 12:01 Thomas Müller var með þýska landsliðinu í síðustu tveimur undanúrslitaleikjum á EM og er komið aftur inn í landsliðið fyrir Evrópumótið í sumar. EPA/PETER POWELL Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Þýska landsliðið hefur komist alla leið í undanúrslit á síðustu þremur Evrópumótum en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn á þessari öld. Það er bara ein þjóð sem á möguleika að komast í undanúrslit á fjórða Evrópumótinu í röð og það er Þýskaland. Þjóðverjar hafa tapað undanúrslitaleiknum á síðustu tveimur mótum og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn á EM 2008. Þjóðverjar hafa því verið að komast langt á síðustu Evrópumótum en þeir hafa ekki farið alla leið síðan á EM í Englandi 1996 eða fyrir aldarfjórðungi síðan. Það mætti því halda að þýska þjóðin sé farin að lengja í Evrópugull. #EURO2020 preparations Who'll be Germany's stand-out star? pic.twitter.com/cDVT0FIDvy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Þýskalandi tapaði 2-1 fyrir Ítölum í undanúrslitaleiknum 2012 þar sem Mario Balotelli skoraði tvívegis fyrir Ítala í fyrri hálfleiknum. Í síðustu keppni tapaði þýska landsliðið síðan 2-0 fyrir gestgjöfum Frakka þar sem Antoine Griezmann skoraði fyrri markið úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og bætti svo við öðru marki í þeim síðari. Á EM 2008 unnu Þjóðverjar 3-2 sigur á Tyrkjum í undanúrslitaleiknum þar sem Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en þýska liðið varð síðan að sætta sig við 1-0 tap á móti Spáni í úrslitaleiknum. Fernando Torres skorað eina mark leiksins á 33. mínútu. Andreas Möller at EURO 1996!Germany got the better of England with a shoot-out win to reach a second successive EURO final.#OTD | @DFB_Team pic.twitter.com/4uwm6TQoHL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 26, 2020 Það þarf því að fara alla götur aftur til sumarsins 2004 til að finna Evrópumót þar sem þýska landsliðið var ekki í undanúrslitum. Þjóðverjar komust reyndar ekki upp úr riðlinum á því móti þar sem liðið vann ekki leik og gerði tvö jafntefli. Tékkar og Hollendingar fóru áfram en eina tap Þjóðverjar kom í lokaleiknum á móti Tékkum þar sem sigur hefði fært þýska liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar eru að þessu sinni í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Íslandsbönunum í Ungverjalandi. Það verður því ekki auðvelt verkefni að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Það er bara ein þjóð sem á möguleika að komast í undanúrslit á fjórða Evrópumótinu í röð og það er Þýskaland. Þjóðverjar hafa tapað undanúrslitaleiknum á síðustu tveimur mótum og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn á EM 2008. Þjóðverjar hafa því verið að komast langt á síðustu Evrópumótum en þeir hafa ekki farið alla leið síðan á EM í Englandi 1996 eða fyrir aldarfjórðungi síðan. Það mætti því halda að þýska þjóðin sé farin að lengja í Evrópugull. #EURO2020 preparations Who'll be Germany's stand-out star? pic.twitter.com/cDVT0FIDvy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Þýskalandi tapaði 2-1 fyrir Ítölum í undanúrslitaleiknum 2012 þar sem Mario Balotelli skoraði tvívegis fyrir Ítala í fyrri hálfleiknum. Í síðustu keppni tapaði þýska landsliðið síðan 2-0 fyrir gestgjöfum Frakka þar sem Antoine Griezmann skoraði fyrri markið úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og bætti svo við öðru marki í þeim síðari. Á EM 2008 unnu Þjóðverjar 3-2 sigur á Tyrkjum í undanúrslitaleiknum þar sem Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en þýska liðið varð síðan að sætta sig við 1-0 tap á móti Spáni í úrslitaleiknum. Fernando Torres skorað eina mark leiksins á 33. mínútu. Andreas Möller at EURO 1996!Germany got the better of England with a shoot-out win to reach a second successive EURO final.#OTD | @DFB_Team pic.twitter.com/4uwm6TQoHL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 26, 2020 Það þarf því að fara alla götur aftur til sumarsins 2004 til að finna Evrópumót þar sem þýska landsliðið var ekki í undanúrslitum. Þjóðverjar komust reyndar ekki upp úr riðlinum á því móti þar sem liðið vann ekki leik og gerði tvö jafntefli. Tékkar og Hollendingar fóru áfram en eina tap Þjóðverjar kom í lokaleiknum á móti Tékkum þar sem sigur hefði fært þýska liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar eru að þessu sinni í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Íslandsbönunum í Ungverjalandi. Það verður því ekki auðvelt verkefni að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00