Stjórnmálamenn ekki lengur undanþegnir banni við hatursorðræðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 15:43 Fram að þessu hafa stjórnmálamenn í reynd verið undanþegnir ýmsum notendaskilmálum Facebook sem sauðsvartur almúginn þarf að sæta. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira