Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2021 18:17 Mynd af konunni á sjúkrahúsi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra. Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03