Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2021 18:17 Mynd af konunni á sjúkrahúsi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra. Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03