Patrekur: Ég elska handbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júní 2021 20:16 Patrekur Jóhannesson var gríðarlega sáttur í leikslok. Vísir/Elín Björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Selfossi í kvöld. Lokatölur 28-30 og Stjörnumenn eru því komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“ Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Hvað á maður að segja eftir svona leik? Selfossliðið er hörkulið sem ég þekki mjög vel og þetta var bara ótrúlega flott hjá strákunum,“ sagði Patti eftir leikinn. „Við vorum í mjög góðu jafnvægi fyrir leikinn og fórum vel yfir það sem við gerðum vitlaust í fyrri leiknum. Vð vorum líka andlega sterkir þegar við lendum undir.“ „Þetta er abra magnað. Þetta er besti árangur liðsins í deildarkeppni í einhver 15 ár og núna erum við í fyrsta skipti komnir þetta langt.“ Ég auðvitað finn aðeins til með Selfyssingum en þetta var hörkuleikur og ég er hrikalega ánægður.“ Stjarnan lennti fjórum mörkum undir um miðjan seinni hálfleik og þurfti því að vinna upp sex mörk til að komast áfram. Patti þurfti að bregðast við snemma í seinni hálfleik, og þegar aðeins tólf mínútur voru liðnar af honum var hann búinn með leikhléin sín. „Ég er bara þannig þjálfari að ég sæki alltaf. Menn mega hafa sína skoðun á því, ef ég sé hlutina ekki ganga þá reyni ég alltaf að sækja til sigurs. Ég er mjög grimmur á því að breyta vörnum ef ég er með leikmenn sem hafa trú á mér og eru skipulagðir.“ „Auðvitað var sjö á sex ákveðinn þáttur í þessu. Við fengum ágætis færi og vorum líka klókir. Brynjar Darri kemur svo líka inn í markið og ver mjög mikilvæga bolta. Eins og ég segi var þetta bara jafn leikur á móti hörkuliði.“ Selfyssingar voru mjög óánægðir með lokasókn gestanna þar sem að þeir fengu að hanga nokkuð lengi á boltanum. Stjörnumenn voru klókir og sóttu aukaköst og létu klukkuna vinna með sér. „Varðandi þetta síðasta þá held ég að það séu fjórar sendingar eftir og Bjöggi fer á vörnina og það er brotið á honum. Er þá ekki bara dæmt aukakast? Af hverju á að vera að rífa kjaft yfir því?“ „En ég skil þá svo sem alveg vel. Maður er svekktur og sár og ég get fundið fullt af punktum sjálfur. Líka úr síðasta leik. Til dæmis þegar Ragnar leggur boltann ekki niður og fær ekki tvær mínútur. Það er hægt að finna endalaust af þessu. Ég skil það alveg. Ég myndi örugglega gera það sjálfur ef við hefðum tapað. Þetta var bara vel gert hjá Bjögga. Reynsla.“ Stjarnan fær ekki auðvelt verkefni í undanúrslitum þar sem að þeir mæta Haukum. Patti segist ekki hafa verið farinn að hugsa út í næstu viðureign en Haukarnir hafa verið óstöðvandi í seinustu leikjum. „Ég viðurkenni það að ég var ekki byrjaður að hugsa út í það. Ég vildi nú bara að mínir menn gæfu allt í þennan leik og að maður gæti farið inn í klefa og litið í spegilinn eftir að hafa gefið allt í þetta.“ „Jú, jú, það eru Haukar og það vita allir hvað þeir geta en allir leikir leggjast vel í mig. Það er alveg sama á móti hvaða liði ég spila, ég hlakka alltaf til. Ég elska handbolta og ég elska að þjálfa. Eins og ég elskaði að þjálfa á Selfossi þá þykir mér alveg jafn vænt um strákana mína í Garðabænum svo að ég hlakka bara til.“
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 28-30 | Ótrúlegur endasprettur tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Stjarnan er komin í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir ótrúlegna endasprett á Selfossi. Garðbæingar unnu leikinn 30-28 og fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 4. júní 2021 21:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti