Kristilegir demókratar höfðu sigur í Sachsen-Anhalt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:00 Reiner Haseloff forsætisráðherra hér með Sven Schulze, leiðtoga flokksins í Sachsen-Anhalt. EPA/Filip Singer Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum til ríkisþings í sambandsríkinu Sachsen-Anhalt í gær. Niðurstöðurnar fyrir flokkinn voru mun betri en kannanir bentu til. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu rétt rúm 37 prósent atkvæða og þar með töluvert fleiri þingsæti en næststærsti flokkurinn, það er öfgahægriflokkurinn AfD. Kannanir bentu reyndar ekki til þessarar niðurstöðu. Síðasta könnun INSA fyrir kosningarnar sýndi Kristilega demókrata til dæmis með 27 prósenta fylgi en AfD 26 prósent. Svipuð staða birtist í öðrum könnunum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Búist er við því að Reiner Haseloff haldi forsætisráðherrastólnum í Sachsen-Anhalt en sigurinn þykir afar þýðingarmikill fyrir Kristilega demókrata. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, segir skilaboðin skýr. Kristilegir demókratar hafi fengið sterkt umboð, flokkurinn sé langsterkasta stjórnmálaafl sambandsríkisins og niðurstaðan sé stórkostleg. Tilefni til bjartsýni Flokknum hefur gengið nokkuð illa í undanförnum ríkisþingskosningum en þetta voru síðustu slíku kosningarnar áður en kosið er á þýska sambandsþingið í september. Það verða fyrstu kosningar Kristilegra demókrata án Merkel í leiðtogasætinu í sextán ár. Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu leiðir flokkinn. Könnun INSA sem birt var á föstudag sýndi Kristilega demókrata með 26 prósenta fylgi á landsvísu. Jafnaðarmenn með sautján prósent, AfD og Frjálsir demókratar tólf prósent hvor en Græningjar mælast næststærstir með 21 prósent. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu rétt rúm 37 prósent atkvæða og þar með töluvert fleiri þingsæti en næststærsti flokkurinn, það er öfgahægriflokkurinn AfD. Kannanir bentu reyndar ekki til þessarar niðurstöðu. Síðasta könnun INSA fyrir kosningarnar sýndi Kristilega demókrata til dæmis með 27 prósenta fylgi en AfD 26 prósent. Svipuð staða birtist í öðrum könnunum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Búist er við því að Reiner Haseloff haldi forsætisráðherrastólnum í Sachsen-Anhalt en sigurinn þykir afar þýðingarmikill fyrir Kristilega demókrata. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, segir skilaboðin skýr. Kristilegir demókratar hafi fengið sterkt umboð, flokkurinn sé langsterkasta stjórnmálaafl sambandsríkisins og niðurstaðan sé stórkostleg. Tilefni til bjartsýni Flokknum hefur gengið nokkuð illa í undanförnum ríkisþingskosningum en þetta voru síðustu slíku kosningarnar áður en kosið er á þýska sambandsþingið í september. Það verða fyrstu kosningar Kristilegra demókrata án Merkel í leiðtogasætinu í sextán ár. Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu leiðir flokkinn. Könnun INSA sem birt var á föstudag sýndi Kristilega demókrata með 26 prósenta fylgi á landsvísu. Jafnaðarmenn með sautján prósent, AfD og Frjálsir demókratar tólf prósent hvor en Græningjar mælast næststærstir með 21 prósent.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira