Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:17 Bólusetningar í Laugardalshöll. Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira