„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:55 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir núverandi ástand einkennast af spillingu og græðgi. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að hlusta á þær ræður sem fluttar hafa verið á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sakar þingmenn um að láta sem ekkert sé þegar kemur að ástandinu í samfélaginu. „Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent