„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:55 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir núverandi ástand einkennast af spillingu og græðgi. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að hlusta á þær ræður sem fluttar hafa verið á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sakar þingmenn um að láta sem ekkert sé þegar kemur að ástandinu í samfélaginu. „Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent