Ríkisstjórnin hafi staðist prófið með prýði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 22:28 Halla Signý er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur lagt fram mörg stefnumarkandi mál sem eiga eftir að skila árangri og koma þjóðinni til góða í framtíðinni. Það er okkar hlutverk sem stöndum hér í dag að skapa góða framtíð. Grunngildi Framsóknarflokksins er að skapa tækifæri fyrir alla óháð búsetu, kyni og aldri, skapa framtíð þar sem börnin okkar geta blómstrað,“ sagði Halla Signý. Hún vék máli sínu að heilbrigðiskerfinu og sagði eðlilegt að það væri mikið til umræðu eftir það sem á undan er gengið, og vísaði þar væntanlega til kórónuveirufaraldursins. „Við sem þjóð getum verið stolt og glöð yfir því hvað við eigum góða heilbrigðisstarfsmenn. Það er ekki sjálfgefið og við þurfum að passa upp á þá. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var samþykkt á yfirstandandi kjörtímabili og hornsteinn að henni var lagður fram í þingsályktunartillögu Framsóknarmanna sem samþykkt var 2017 hér á Alþingi. Hornsteinninn er heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn og jafnrétti til þjónustu svo að það takist. Þá þarf nýja hugsun og nýja nálgun í heilbrigðisþjónustu.“ Halla Signý vék máli sínu þá að því sem hún kallaði fjórðu iðnbyltinguna og sagði hana hafa fengið vængi síðustu mánuði. Hún hefði gefið fólkið aukið frelsi til að velja sér búsetu vítt og breitt um landið og benti á störf án staðsetningar, samvinnurými og að ný atvinnutækifæri væru ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Hún lagði áherslu á að tryggt fjarskiptasamband væri eitt helsta áherslumál Framsóknarflokksins og sagði flokkinn hafa staðið fyrir öflugri byggðastefnu frá upphafi. „Forsenda þess að landsbyggðin vaxi og dafni er að til staðar sé öflugt byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi,“ sagði Halla Signý og bætti við að öflug byggðastefna væri forsenda þess að landsbyggðin yxi og dafnaði „Við horfum fram á veg með bjartsýni og dug. Það þarf krafta og þor til að halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem lagður hefur verið á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn býður fram krafta sína áfram með samvinnu og jafnrétti að leiðarljósi.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira