Af hverju stunda Píratar þöggun? Einar Steingrímsson skrifar 8. júní 2021 07:01 Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun. Á spjallinu er bannað að fjalla um ritskoðunina á því. Nýlega var einnig bannað að fjalla um hana í litlum lokuðum hópi Pírata sem á þó að fjalla um stefnu og störf hreyfingarinnar. Í nokkur ár hefur verið stunduð ritskoðun á Pírataspjallinu, sem Framkvæmdastjórn Pírata ber ábyrgð á og skipar stjórnendur yfir. Nú er auðvitað erfitt að hafa yfirsýn yfir allt sem eytt hefur verið af spjallinu, en þar sem þræðir eru gjarnan frystir án þess að vera eytt, er nokkuð augljós tilhneiging í slíkri ritskoðun, nefnilega að hún beinist fyrst og fremst gegn þeim sem voga sér að gagnrýna kennisetningar femínista. Enda hafa stjórnendur oft viðurkennt að hafa beitt slíkri ritskoðun vegna eigin skoðana eða andúðar í garð fólks sem póstar á spjallið þótt ekki hafi verið haldið fram að póstarnir sjálfir væru ámælisverðir. Þessi ritskoðun hefur á köflum verið mjög slæm síðustu 2-3 árin, en virtist eitthvað vera að lagast fyrir skömmu, þegar nýjar línur voru lagðar, póstar þurftu samþykki áður en þeir birtust, og sumir ofstækisfyllstu stjórnendurnir hurfu á braut. En sá friður entist stutt. Síðastliðinn sunnudag var innleggi sem undirritaður ætlaði að pósta hafnað. Það snerist um þessa frétt og með fylgdu þessi ummæli: „Burtséð frá því hvað fólki finnst um málflutning Hannesar, af hverju er í lagi að framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tali niðrandi um karla með þessum hætti, en allt verður brjálað ef hnýtt er í konu sem „freka kellingu“?“ Í höfnuninni var vísað í fyrstu reglu spjallsins: „Hatursorða og persónulegar árásir eru óheimilar“. Ekki var útskýrt hvernig þetta innlegg gæti flokkast sem hatursorðræða (enda hefur verið algengt í ritskoðun á spjallinu að gefnar ástæður hafi verið út í hött). Hins vegar skrifaði umræddur stjórnandi þessa skýringu: „Þetta er ekki uppbyggilegt innlegg, það er búið að prófa það. Kommentin verða mjög fljótt leiðinleg.“ Ef samkvæmni væri í ritskoðuninni á Pírataspjallinu þá væri með þessu verið að leggja vopn í hendur þeirra sem vildu þagga niður tiltekin umræðuefni og persónur, því nóg væri að vera með nægilega mörg "leiðinleg" ummæli við slíka umræðu til að hún yrði fryst. Eða jafnvel, eins og í ofangreindu tilfelli, kæfð í fæðingu, af því stjórnendur væru vissir um að það myndu koma "leiðinleg" ummæli. Og reyndar hefur það gjarnan verið svo að hópur fólks innan Píratahreyfingarinnar hefur stundað afar ómálefnalegt skítkast á Pírataspjallinu gegn þeim sem voga sér að andæfa vinsælum kennisetningum sem ekki má anda á, hvað þá gagnrýna. Þannig eru það oft þau sem standa að baki ritskoðuninni eða styðja hana sem sjálf gera sig sek um persónulegt skítkast á fólk sem þau gagnrýna fyrir vondar skoðanir. Framkvæmdastjórn Pírata sem ber ábyrgð á spjallinu og stjórnendum þess hunsar svo yfirleitt kvartanir um ritskoðun, og ansar jafnvel ekki erindum um slíkt. Nú hefur lengi verið starfandi lokaður hópur virkra Pírata á Facebook, þar sem á að vera „áhersla á umræður um píratastarfið, leiðir og lausnir, málefni, pepp og skoðanir sem tengjast beint og óbeint rekstri, starfi og velgengni Pírata.“ Þar hefur ritskoðunin á Pírataspjallinu stundum verið rædd, enda hluti af starfi hreyfingarinnar að stjórna spjallinu. Fyrir tæpum mánuði ákváðu stjórnendur þess hóps þó að banna umræður um ritskoðunina á Pírataspjallinu, af því að svo stutt væri til kosninga að slík umræða (í þessum litla lokaða hópi) mætti ekki trufla kosningabaráttuna. Síðan þessi regla var sett hafa reyndar birst færri en tvö innlegg á dag að meðaltali, og mörg þeirra fjalla alls ekki um kosningastarfið eða yfirleitt starf Pírata og stefnu; þar er jafnvel verið að pósta aulabröndurum. Stjórnendur Pírataspjallsins, sérstaklega þau sem harðast hafa gengið fram í ritskoðuninni, hafa langflest verið óbreyttir meðlimir hreyfingarinnar, en forystufólkið (kjörnir fulltrúar) hefur nánast undantekningalaust látið þessa þöggunartilburði afskiptalausa, og jafnvel réttlætt þá. (Meðal stjórnenda hópsins Virkir Píratar, sem bönnuðu umræður um ritskoðunina, er þó einn kjörinn fulltrúi, borgarfulltrúinn Alexandra Briem.) Þannig hefur þöggunin gengið svo langt að ekki er lengur hægt að ræða ritskoðun og þöggun innan hreyfingarinnar. Og þótt í Grunnstefnu Pírata segi „Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga“, þá virðast sumar skoðanir vera frjálsari en aðrar á vettvangi Pírata, alveg eins og var með jafnréttið í Animal Farm ... Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Tjáningarfrelsi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun. Á spjallinu er bannað að fjalla um ritskoðunina á því. Nýlega var einnig bannað að fjalla um hana í litlum lokuðum hópi Pírata sem á þó að fjalla um stefnu og störf hreyfingarinnar. Í nokkur ár hefur verið stunduð ritskoðun á Pírataspjallinu, sem Framkvæmdastjórn Pírata ber ábyrgð á og skipar stjórnendur yfir. Nú er auðvitað erfitt að hafa yfirsýn yfir allt sem eytt hefur verið af spjallinu, en þar sem þræðir eru gjarnan frystir án þess að vera eytt, er nokkuð augljós tilhneiging í slíkri ritskoðun, nefnilega að hún beinist fyrst og fremst gegn þeim sem voga sér að gagnrýna kennisetningar femínista. Enda hafa stjórnendur oft viðurkennt að hafa beitt slíkri ritskoðun vegna eigin skoðana eða andúðar í garð fólks sem póstar á spjallið þótt ekki hafi verið haldið fram að póstarnir sjálfir væru ámælisverðir. Þessi ritskoðun hefur á köflum verið mjög slæm síðustu 2-3 árin, en virtist eitthvað vera að lagast fyrir skömmu, þegar nýjar línur voru lagðar, póstar þurftu samþykki áður en þeir birtust, og sumir ofstækisfyllstu stjórnendurnir hurfu á braut. En sá friður entist stutt. Síðastliðinn sunnudag var innleggi sem undirritaður ætlaði að pósta hafnað. Það snerist um þessa frétt og með fylgdu þessi ummæli: „Burtséð frá því hvað fólki finnst um málflutning Hannesar, af hverju er í lagi að framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tali niðrandi um karla með þessum hætti, en allt verður brjálað ef hnýtt er í konu sem „freka kellingu“?“ Í höfnuninni var vísað í fyrstu reglu spjallsins: „Hatursorða og persónulegar árásir eru óheimilar“. Ekki var útskýrt hvernig þetta innlegg gæti flokkast sem hatursorðræða (enda hefur verið algengt í ritskoðun á spjallinu að gefnar ástæður hafi verið út í hött). Hins vegar skrifaði umræddur stjórnandi þessa skýringu: „Þetta er ekki uppbyggilegt innlegg, það er búið að prófa það. Kommentin verða mjög fljótt leiðinleg.“ Ef samkvæmni væri í ritskoðuninni á Pírataspjallinu þá væri með þessu verið að leggja vopn í hendur þeirra sem vildu þagga niður tiltekin umræðuefni og persónur, því nóg væri að vera með nægilega mörg "leiðinleg" ummæli við slíka umræðu til að hún yrði fryst. Eða jafnvel, eins og í ofangreindu tilfelli, kæfð í fæðingu, af því stjórnendur væru vissir um að það myndu koma "leiðinleg" ummæli. Og reyndar hefur það gjarnan verið svo að hópur fólks innan Píratahreyfingarinnar hefur stundað afar ómálefnalegt skítkast á Pírataspjallinu gegn þeim sem voga sér að andæfa vinsælum kennisetningum sem ekki má anda á, hvað þá gagnrýna. Þannig eru það oft þau sem standa að baki ritskoðuninni eða styðja hana sem sjálf gera sig sek um persónulegt skítkast á fólk sem þau gagnrýna fyrir vondar skoðanir. Framkvæmdastjórn Pírata sem ber ábyrgð á spjallinu og stjórnendum þess hunsar svo yfirleitt kvartanir um ritskoðun, og ansar jafnvel ekki erindum um slíkt. Nú hefur lengi verið starfandi lokaður hópur virkra Pírata á Facebook, þar sem á að vera „áhersla á umræður um píratastarfið, leiðir og lausnir, málefni, pepp og skoðanir sem tengjast beint og óbeint rekstri, starfi og velgengni Pírata.“ Þar hefur ritskoðunin á Pírataspjallinu stundum verið rædd, enda hluti af starfi hreyfingarinnar að stjórna spjallinu. Fyrir tæpum mánuði ákváðu stjórnendur þess hóps þó að banna umræður um ritskoðunina á Pírataspjallinu, af því að svo stutt væri til kosninga að slík umræða (í þessum litla lokaða hópi) mætti ekki trufla kosningabaráttuna. Síðan þessi regla var sett hafa reyndar birst færri en tvö innlegg á dag að meðaltali, og mörg þeirra fjalla alls ekki um kosningastarfið eða yfirleitt starf Pírata og stefnu; þar er jafnvel verið að pósta aulabröndurum. Stjórnendur Pírataspjallsins, sérstaklega þau sem harðast hafa gengið fram í ritskoðuninni, hafa langflest verið óbreyttir meðlimir hreyfingarinnar, en forystufólkið (kjörnir fulltrúar) hefur nánast undantekningalaust látið þessa þöggunartilburði afskiptalausa, og jafnvel réttlætt þá. (Meðal stjórnenda hópsins Virkir Píratar, sem bönnuðu umræður um ritskoðunina, er þó einn kjörinn fulltrúi, borgarfulltrúinn Alexandra Briem.) Þannig hefur þöggunin gengið svo langt að ekki er lengur hægt að ræða ritskoðun og þöggun innan hreyfingarinnar. Og þótt í Grunnstefnu Pírata segi „Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga“, þá virðast sumar skoðanir vera frjálsari en aðrar á vettvangi Pírata, alveg eins og var með jafnréttið í Animal Farm ... Höfundur er stærðfræðingur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun