Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Giuliani er nú til rannsóknar vestanhafs vegna samskipta sinna við úkraínska ráðamenn. AP/Jacquelyn Martin CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira