Spánverjar bólusettir örfáum dögum fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2021 09:01 Sergio Busquets í baráttu við Renato Sanches í vináttulandsleik gegn Portúgal á föstudaginn. Tveimur og hálfum sólarhring síðar var greint frá því að Busquets væri með kórónuveiruna. Getty/Jose Breton Eftir að fyrirliðinn Sergio Busquets greindist með kórónuveiruna hafa spænsk yfirvöld nú gefið leyfi fyrir því að allir 24 leikmenn spænska landsliðsins í fótbolta verði bólusettir. Aðeins sex dagar eru í fyrsta leik Spánar á EM. Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Spánn mætir Svíþjóð í fyrsta leik á EM og er enn áætlað að sá leikur fari fram næsta mánudagskvöld, í Sevilla. Ljóst er að Busquets missir af fyrsta leik en spænskir miðlar segja að mögulega geti hann verið með gegn Póllandi 19. júní. Allir 23 liðsfélagar Busquets í spænska hópnum, sem og þjálfarar og annað starfslið, fóru í nýtt smitpróf eftir að hann greindist með veiruna. Prófin reyndust öll neikvæð. Samkvæmt AS verður gefið leyfi fyrir því á ráðherrafundi í dag að spænski landsliðshópurinn fái undanþágu til að fara í bólusetningu, líkt og spænskir ólympíufarar. Spænska knattspyrnusambandið mun hafa kallað eftir þessu síðustu tvo mánuði í gegnum heilbrigðisráðherra en hjólin fóru að snúast á föstudag, þegar mennta- og menningarmálaráðherra óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að undanþágan yrði veitt. Gætu lent í því sama og íslenski Eurovision-hópurinn Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna í gær, um svipað leyti og fregnir bárust af því að Busquets væri smitaður, og undanþágan verður staðfest á ráðherrafundi í dag. Spænsku landsliðsmennirnir verða sprautaðir með Janssen bóluefninu þar sem að það er eina bóluefnið sem ekki kallar á aðra sprautu, á miðju Evrópumóti. Efnið nær þó ekki fullri virkni fyrr en eftir þrjár vikur og spænska liðið gæti því hæglega lent í því sama og Eurovision-hópur Íslands sem fékk bóluefnið rétt fyrir förina til Amsterdam í maí en þrjú úr hópnum greindust með veiruna í ferðinni. Enrique bað fimm leikmenn um að vera til taks Spánverjar ná ekki að spila vináttulandsleik í aðdraganda EM til að slípa sig saman fyrir mótið, vegna smits Busquets. Þeir áttu að mæta Litáen í kvöld en það kemur í hlut U21-landsliðsins að spila þann leik. Luis Enrique segir leikmönnum sínum til í vináttulandsleik gegn Portúgal í síðustu viku.Getty Luis Enrique er eini landsliðsþjálfarinn sem ekki nýtti sér það að geta valið 26 manna landsliðshóp, en hóparnir eru stærri einmitt til að bregðast við vandræðum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Enrique valdi bara 24 leikmenn. Hann hefur hins vegar núna kallað á fimm leikmenn til að vera til taks ef skipta þarf öðrum út, en skipta má út leikmönnum í sérstökum neyðartilvikum eins og vegna kórónuveirusmits, allt að 48 klukkustundum fyrir leik. Enrique kallaði á þá Rodrigo Moreno úr Leeds, Pablo Fornals úr West Ham, Carlos Soler úr Valencia, Brais Méndez úr Celta Vigo og Raúl Albiol úr Villarreal. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira