„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 10:39 Sigríður Jónsdóttir, 35 ára starfsmaður á leikskóla, og Magnús Kjartan Eyjólfsson, 38 ára smiður og tónlistarmaður hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir í kerfinu. Ísland í dag Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00