„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 10:39 Sigríður Jónsdóttir, 35 ára starfsmaður á leikskóla, og Magnús Kjartan Eyjólfsson, 38 ára smiður og tónlistarmaður hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir í kerfinu. Ísland í dag Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00