3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 12:00 Christian Eriksen og félagar í danska landsliðinu fóru taplausir í gegnum undankeppni EM 2020. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir og Belgar unnu alla leiki sína í undankeppninni en þrjár þjóðar töpuðu heldur ekki leik á leiðinni að tryggja sér farseðla á Evrópumótið. Fimm þjóðir í hópi þeirra 24 sem mæta til leiks á Evrópumótið í sumar hafa ekki enn kynnst því að tapa leik síðan að ferðalagið að EM alls staðar hófst í marsmánuði 2019. Ítalir og Belgar eru í sérflokki enda með fullt hús í undankeppninni en Spánn, Úkraína og Danmörk mæta líka öll taplaus í fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Official UEFA rankings heading into #EURO2020 1. Belgium 2. France 3. England 4. Portugal 5. Spain 6. Italy 7. Denmark 8. Germany 9. Switzerland 10. Croatia Let's get ready to rumble. pic.twitter.com/UuZOaW0V6m— Sporting Index (@sportingindex) June 8, 2021 Belgar unnu alla tíu leiki sína í I-riðli og markatalan var 40-3 eða 37 mörk í plús. Belgar unnu því leiki sína með 3,7 mörkum að meðaltali í leik. Rússar fóru líka áfram upp úr riðlinum og Skotar fóru í umspil þar sem þeim tókst að tryggja sig inn á EM. Ítalir unnu alla tíu leiki sína í J-riðli og markatalan var 37-4 eða 33 mörk í plús. Ítalir unnu því leiki sína með 3,3 mörkum að meðaltali í leik. Finnar fóru líka áfram úr riðlinum en Grikkir sátu eftir. Bosníumenn fóru í umspil en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Spánverjar unnu ekki alla tíu leiki sína í F-riðlinum en þeir töpuðu ekki. Átta sigrar og tvö jafntefli voru uppskeran hjá Spánverjum og þeir voru 26 mörk í plús, 31-5. Einu leikirnir sem Spánverjar unnu ekki voru 1-1 jafntefli við Norðmenn í Osló og 1-1 jafntefli við Svía á Vinavöllum í Solna. Svíar komust líka áfram upp úr riðlinum. Italy's last eight matches Italy 4-0 EstoniaItaly 2-0 PolandBosnia & Herzegovina 0-2 ItalyItaly 2-0 Northern IrelandBulgaria 0-2 ItalyLithuania 0-2 ItalyItaly 7-0 San MarinoItaly 4-0 Czech RepublicDon't sleep on them at Euro 2020 pic.twitter.com/iM0mOnwCJH— Goal (@goal) June 5, 2021 Úkraínumenn voru líka taplausir í B-riðli með sex sigra og tvö jafntefli. Markatala Úkraínumanna var 13 mörk í plús eða 17 mörk á móti 4 fengnum á sig. Portúgalar komust líka áfram upp úr riðlinum. Úkraínumenn gerðu jafntefli á útivelli á móti Portúgal og Serbíu en unnu alla aðra leiki. Fimmta taplausa liðið í undankeppni EM eru síðan Danir. Danska landsliðið vann reyndar bara fjóra af átta leikjum sínum en þeir gerðu jafntefli í hinum fjórum. Danir urðu í öðru sæti í D-riðli á eftir Sviss en báðar þjóðir komust áfram. Danir gerðu jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum, á móti Sviss á útivelli og Írum á heimavelli. Þeir gerðu síðan jafntefli á útivelli á móti Georgíu og Írlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. 7. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Fimm þjóðir í hópi þeirra 24 sem mæta til leiks á Evrópumótið í sumar hafa ekki enn kynnst því að tapa leik síðan að ferðalagið að EM alls staðar hófst í marsmánuði 2019. Ítalir og Belgar eru í sérflokki enda með fullt hús í undankeppninni en Spánn, Úkraína og Danmörk mæta líka öll taplaus í fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Official UEFA rankings heading into #EURO2020 1. Belgium 2. France 3. England 4. Portugal 5. Spain 6. Italy 7. Denmark 8. Germany 9. Switzerland 10. Croatia Let's get ready to rumble. pic.twitter.com/UuZOaW0V6m— Sporting Index (@sportingindex) June 8, 2021 Belgar unnu alla tíu leiki sína í I-riðli og markatalan var 40-3 eða 37 mörk í plús. Belgar unnu því leiki sína með 3,7 mörkum að meðaltali í leik. Rússar fóru líka áfram upp úr riðlinum og Skotar fóru í umspil þar sem þeim tókst að tryggja sig inn á EM. Ítalir unnu alla tíu leiki sína í J-riðli og markatalan var 37-4 eða 33 mörk í plús. Ítalir unnu því leiki sína með 3,3 mörkum að meðaltali í leik. Finnar fóru líka áfram úr riðlinum en Grikkir sátu eftir. Bosníumenn fóru í umspil en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Spánverjar unnu ekki alla tíu leiki sína í F-riðlinum en þeir töpuðu ekki. Átta sigrar og tvö jafntefli voru uppskeran hjá Spánverjum og þeir voru 26 mörk í plús, 31-5. Einu leikirnir sem Spánverjar unnu ekki voru 1-1 jafntefli við Norðmenn í Osló og 1-1 jafntefli við Svía á Vinavöllum í Solna. Svíar komust líka áfram upp úr riðlinum. Italy's last eight matches Italy 4-0 EstoniaItaly 2-0 PolandBosnia & Herzegovina 0-2 ItalyItaly 2-0 Northern IrelandBulgaria 0-2 ItalyLithuania 0-2 ItalyItaly 7-0 San MarinoItaly 4-0 Czech RepublicDon't sleep on them at Euro 2020 pic.twitter.com/iM0mOnwCJH— Goal (@goal) June 5, 2021 Úkraínumenn voru líka taplausir í B-riðli með sex sigra og tvö jafntefli. Markatala Úkraínumanna var 13 mörk í plús eða 17 mörk á móti 4 fengnum á sig. Portúgalar komust líka áfram upp úr riðlinum. Úkraínumenn gerðu jafntefli á útivelli á móti Portúgal og Serbíu en unnu alla aðra leiki. Fimmta taplausa liðið í undankeppni EM eru síðan Danir. Danska landsliðið vann reyndar bara fjóra af átta leikjum sínum en þeir gerðu jafntefli í hinum fjórum. Danir urðu í öðru sæti í D-riðli á eftir Sviss en báðar þjóðir komust áfram. Danir gerðu jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum, á móti Sviss á útivelli og Írum á heimavelli. Þeir gerðu síðan jafntefli á útivelli á móti Georgíu og Írlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. 7. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. 7. júní 2021 12:00
10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti