„Höfum verið límdar saman síðan í Breiðabliki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 11:30 Hafnfirðingarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir spila báðar í þýsku úrvalsdeildinni. vísir/getty Karólína Lea Vilhjálmsdóttir mætti stórvinkonu sinni, sveitunga og samherja í íslenska landsliðinu, Alexöndru Jóhannsdóttur, þegar Bayern München vann 4-0 sigur á Frankfurt í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Með sigrinum tryggði Bayern sér Þýskalandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína lék síðustu mínúturnar í leiknum en Alexandra kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Ég hef alltaf þekkt hana enda báðar úr Hafnarfirði. Við vorum saman í yngri landsliðunum en náðum virkilega vel saman þegar við fórum í Breiðablik og höfum verið límdar saman síðan þá,“ sagði Karólína við Vísi. „Það var mjög gaman að geta knúsað hana eftir leik og hún fékk að fagna aðeins með okkur. Kannski einn daginn munum við sameinast aftur í félagsliði. Það yrði draumur.“ Karólína segir gaman að sjá hversu langt Alexandra er komin á sínum ferli. „Jú, hún er alveg mögnuð og ég veit að hún mun ná rosalega langt,“ sagði Hafnfirðingurinn. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Írlandi á Laugardalsvelli. Það eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en undankeppni HM 2023 hefst í haust. Það verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Við þurfum að ná í okkar fyrsta sigur með Steina og sýna honum að við getum unnið einhverja leiki. Þetta verða öðruvísi leikir en gegn Ítalíu og við verðum sennilega meira með boltann. Þetta verður mjög spennandi og ekkert smá gaman að spila á Íslandi fyrir framan áhorfendur,“ sagði Karólína sem á enn eftir að spila A-landsleik hér á landi með áhorfendum. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Með sigrinum tryggði Bayern sér Þýskalandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína lék síðustu mínúturnar í leiknum en Alexandra kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Ég hef alltaf þekkt hana enda báðar úr Hafnarfirði. Við vorum saman í yngri landsliðunum en náðum virkilega vel saman þegar við fórum í Breiðablik og höfum verið límdar saman síðan þá,“ sagði Karólína við Vísi. „Það var mjög gaman að geta knúsað hana eftir leik og hún fékk að fagna aðeins með okkur. Kannski einn daginn munum við sameinast aftur í félagsliði. Það yrði draumur.“ Karólína segir gaman að sjá hversu langt Alexandra er komin á sínum ferli. „Jú, hún er alveg mögnuð og ég veit að hún mun ná rosalega langt,“ sagði Hafnfirðingurinn. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Írlandi á Laugardalsvelli. Það eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en undankeppni HM 2023 hefst í haust. Það verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Við þurfum að ná í okkar fyrsta sigur með Steina og sýna honum að við getum unnið einhverja leiki. Þetta verða öðruvísi leikir en gegn Ítalíu og við verðum sennilega meira með boltann. Þetta verður mjög spennandi og ekkert smá gaman að spila á Íslandi fyrir framan áhorfendur,“ sagði Karólína sem á enn eftir að spila A-landsleik hér á landi með áhorfendum.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira