Breskir tónlistarmenn ærast ekki af fögnuði yfir auknu aðgengi að Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 23:30 Hinn enski Ed Sheeran tróð upp á Laugardalsvelli í ágúst 2019. Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er erfiðara fyrir hann og aðra breska tónlistarmenn að fara í tónleikaferðalög um Evrópu. Vísir/Vilhelm Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir. We’ve always taken an ambitious approach in negotiations on touring artists, including in my meeting with @AbidRaja last month.Delighted that our new trade deal with Norway, Iceland and Liechtenstein will allow musicians, performers and support crews to tour easily there. pic.twitter.com/oUSt6EPM4J— Oliver Dowden (@OliverDowden) June 4, 2021 Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að viðtökur listamanna sem sækja stóran hluta tekna sinna í tónleikahald víða um heim og hafa ekki getað farið í tónleikaferðalög um Evrópu jafn auðveldlega og fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa verið dræmar. „Íbúafjöldi Íslands er um það bil sá sami og Wigan. Það búa svipað margir í Liechtenstein og í Wilsmslow,“ tísti Tim Burgess, leiðtogi sveitarinnar The Charlatans og virtist ekki sérlega hrifinn af því hvernig Dowden reiddi fram fréttirnar um aukið aðgengi tónlistarfólks að mörkuðum ríkjanna þriggja. Iceland’s population is roughly the same as Wigan. Liechtenstein has a similar number of residents as Wilmslow (in Cheshire)If it wasn’t tragic it would be funny https://t.co/1uSgvh0Lno— Tim Burgess (@Tim_Burgess) June 5, 2021 „Ef þetta væri ekki sorglegt þá væri þetta fyndið,“ tísti Burgess og bætti því við að sveit hans hefði í yfir þrjátíu ár spilað víðs vegar um heiminn. Hún hefði hins vegar aldrei spilað á Íslandi eða í Liechtenstein vegna mikils kostnaðar, fólksfjölda, eða heldur skorts þar á, og þess hve fáa tónleikastaði og tónleikahaldara er þar að finna. Mat Osman, trommari rokksveitarinnar Suede, sagði um aumkunarverðar ráðstafanir að ræða. „Ah, já. Hinn sígildi Noregs/Íslands/Liechtenstein-túr. Algjörlega aumkunarvert,“ tísti hann. Ah yes. The classic Norway/Iceland/Liechtenstein tour. Utterly pathetic https://t.co/Ijhnbowg8H— Mat Osman (@matosman) June 5, 2021 Yfir þúsund manns hafa deilt tísti ráðherrans þar sem hann greinir frá breytingunni sem fylgir samningnum. Flestir eiga það sameiginlegt að þykja ráðstöfunin heldur lítilvæg og hafa margir netverjar ekki staðist mátið og kallað ráðherrann eins og einu uppnefni í leiðinni. Bresk stjórnvöld hafa bent á að ráðahagurinn, að auðvelda tónlistarmönnum frá Bretlandi að fara og spila í áðurnefndum löndum, sé aðeins hluti af viðleitni þeirra til að auðvelda tónlistarfólkinu að ferðast um gervalla Evrópu og leika listir sínar. Fátt um stjörnufans hér á landi Breska ríkisútvarpið hefur tekið saman hversu oft þeir tíu tónlistarmenn eða hljómsveitir sem hvað bestu gengi hafa átt að fagna þegar litið er til tónleikaferðalaga hafa spilað á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein síðasta áratug. Umræddir listamenn eru: Rolling Stones, Ed Sheeran, Coldplay, Paul McCartney, Roger Waters, One Direction, Elton John, Depeche Mode, Rod Stewart og Take That. Af þessum tíu hefur aðeins Ed Sheeran spilað á Íslandi síðasta áratug, alls tvisvar. Það gerði hann dagana 10. og 11. ágúst árið 2019 þegar hann spilaði á Laugardalsvelli. Allir höfðu spilað minnst einu sinni í Noregi á tímabilinu, utan Take That. Af þessum hljómsveitum og tónlistarmönnum hafði þó enginn lagt leið sína til Liechtenstein til að spila. Krefjast breytinga Í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í janúar á síðasta ári breyttust starfsskilyrði breskra listamanna sem vilja troða upp í Evrópusambandinu töluvert. Í krafti fjórfrelsis Evrópusambandsins, sem fól í sér óhefta för og frelsi til vinnu innan sambandsins gátu tónlistarmenn ferðast og spilað óáreittir. Nú er öldin þó önnur og geta breskir tónlistarmenn, í krafti útgöngusamnings Breta við ESB, aðeins ferðast um Evrópu í 90 daga innan 180 daga ramma. Þeir þurfa þó sérstaklega að fá vegabréfsáritun vegna launaðrar vinnu vilji þeir spila í Portúgal og á Spáni, til að mynda. Í janúar á þessu ári skrifaði fjöldi þekktra tónlistarmanna í Bretlandi, þar á meðal Íslandsvinurinn Sheeran, bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem þess var farið á leit við hana að greitt yrði úr málinu. Um mánuði síðar leiddi könnun lægri deildar breska þingsins það í ljós að yfir 80 prósent þeirra tónlistarmanna sem skrifað höfðu undir undirskriftalista, þar sem þess var krafist að tónlistarmenn ættu þess kost að fara í tónleikaferðalög um Evrópu án sérstakrar vegabréfsáritunar, teldu líklegt að þeir myndu að öðrum kosti hætta að fara í tónleikaferðalög til Evrópusambandsríkja. Sem stendur er því óljóst hvort aukinn aðgangur breskra tónlistarmanna að Íslandi, Noregi og Liechtenstein muni verða til þess að stórstjörnur þaðan muni streyma hingað í meiri mæli en áður. Af viðbrögðum við tilkynningu breskra stjórnvalda að dæma verður þó að telja það ólíklegt. Tónlist Menning Bretland Evrópusambandið Noregur Liechtenstein Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
We’ve always taken an ambitious approach in negotiations on touring artists, including in my meeting with @AbidRaja last month.Delighted that our new trade deal with Norway, Iceland and Liechtenstein will allow musicians, performers and support crews to tour easily there. pic.twitter.com/oUSt6EPM4J— Oliver Dowden (@OliverDowden) June 4, 2021 Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að viðtökur listamanna sem sækja stóran hluta tekna sinna í tónleikahald víða um heim og hafa ekki getað farið í tónleikaferðalög um Evrópu jafn auðveldlega og fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa verið dræmar. „Íbúafjöldi Íslands er um það bil sá sami og Wigan. Það búa svipað margir í Liechtenstein og í Wilsmslow,“ tísti Tim Burgess, leiðtogi sveitarinnar The Charlatans og virtist ekki sérlega hrifinn af því hvernig Dowden reiddi fram fréttirnar um aukið aðgengi tónlistarfólks að mörkuðum ríkjanna þriggja. Iceland’s population is roughly the same as Wigan. Liechtenstein has a similar number of residents as Wilmslow (in Cheshire)If it wasn’t tragic it would be funny https://t.co/1uSgvh0Lno— Tim Burgess (@Tim_Burgess) June 5, 2021 „Ef þetta væri ekki sorglegt þá væri þetta fyndið,“ tísti Burgess og bætti því við að sveit hans hefði í yfir þrjátíu ár spilað víðs vegar um heiminn. Hún hefði hins vegar aldrei spilað á Íslandi eða í Liechtenstein vegna mikils kostnaðar, fólksfjölda, eða heldur skorts þar á, og þess hve fáa tónleikastaði og tónleikahaldara er þar að finna. Mat Osman, trommari rokksveitarinnar Suede, sagði um aumkunarverðar ráðstafanir að ræða. „Ah, já. Hinn sígildi Noregs/Íslands/Liechtenstein-túr. Algjörlega aumkunarvert,“ tísti hann. Ah yes. The classic Norway/Iceland/Liechtenstein tour. Utterly pathetic https://t.co/Ijhnbowg8H— Mat Osman (@matosman) June 5, 2021 Yfir þúsund manns hafa deilt tísti ráðherrans þar sem hann greinir frá breytingunni sem fylgir samningnum. Flestir eiga það sameiginlegt að þykja ráðstöfunin heldur lítilvæg og hafa margir netverjar ekki staðist mátið og kallað ráðherrann eins og einu uppnefni í leiðinni. Bresk stjórnvöld hafa bent á að ráðahagurinn, að auðvelda tónlistarmönnum frá Bretlandi að fara og spila í áðurnefndum löndum, sé aðeins hluti af viðleitni þeirra til að auðvelda tónlistarfólkinu að ferðast um gervalla Evrópu og leika listir sínar. Fátt um stjörnufans hér á landi Breska ríkisútvarpið hefur tekið saman hversu oft þeir tíu tónlistarmenn eða hljómsveitir sem hvað bestu gengi hafa átt að fagna þegar litið er til tónleikaferðalaga hafa spilað á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein síðasta áratug. Umræddir listamenn eru: Rolling Stones, Ed Sheeran, Coldplay, Paul McCartney, Roger Waters, One Direction, Elton John, Depeche Mode, Rod Stewart og Take That. Af þessum tíu hefur aðeins Ed Sheeran spilað á Íslandi síðasta áratug, alls tvisvar. Það gerði hann dagana 10. og 11. ágúst árið 2019 þegar hann spilaði á Laugardalsvelli. Allir höfðu spilað minnst einu sinni í Noregi á tímabilinu, utan Take That. Af þessum hljómsveitum og tónlistarmönnum hafði þó enginn lagt leið sína til Liechtenstein til að spila. Krefjast breytinga Í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í janúar á síðasta ári breyttust starfsskilyrði breskra listamanna sem vilja troða upp í Evrópusambandinu töluvert. Í krafti fjórfrelsis Evrópusambandsins, sem fól í sér óhefta för og frelsi til vinnu innan sambandsins gátu tónlistarmenn ferðast og spilað óáreittir. Nú er öldin þó önnur og geta breskir tónlistarmenn, í krafti útgöngusamnings Breta við ESB, aðeins ferðast um Evrópu í 90 daga innan 180 daga ramma. Þeir þurfa þó sérstaklega að fá vegabréfsáritun vegna launaðrar vinnu vilji þeir spila í Portúgal og á Spáni, til að mynda. Í janúar á þessu ári skrifaði fjöldi þekktra tónlistarmanna í Bretlandi, þar á meðal Íslandsvinurinn Sheeran, bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem þess var farið á leit við hana að greitt yrði úr málinu. Um mánuði síðar leiddi könnun lægri deildar breska þingsins það í ljós að yfir 80 prósent þeirra tónlistarmanna sem skrifað höfðu undir undirskriftalista, þar sem þess var krafist að tónlistarmenn ættu þess kost að fara í tónleikaferðalög um Evrópu án sérstakrar vegabréfsáritunar, teldu líklegt að þeir myndu að öðrum kosti hætta að fara í tónleikaferðalög til Evrópusambandsríkja. Sem stendur er því óljóst hvort aukinn aðgangur breskra tónlistarmanna að Íslandi, Noregi og Liechtenstein muni verða til þess að stórstjörnur þaðan muni streyma hingað í meiri mæli en áður. Af viðbrögðum við tilkynningu breskra stjórnvalda að dæma verður þó að telja það ólíklegt.
Tónlist Menning Bretland Evrópusambandið Noregur Liechtenstein Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17