Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 07:04 Árið 2018, þegar allt lék enn í lyndi. AP/Matt Dunham Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira