Liðin sem gætu komið á óvart á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2021 10:00 Hvaða lið kemur á óvart á EM? vísir/getty Evrópumótið 2020 hefst á morgun með leik Ítalíu og Tyrklands á Ólympíuleikvanginum í Róm. Vísir fer yfir liðin sem gætu komið á óvart á mótinu. EM 2020 er annað Evrópumótið með 24 þátttökuliðum. Á síðasta EM, í Frakklandi fyrir fimm árum, komu nokkur lið á óvart. Íslendingar komust auðvitað sælla minninga í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti og Walesverjar fóru alla leið í undanúrslit. Í gegnum tíðina hafa Evrópumeistarar oft komið úr óvæntri átt. Má þar nefna Danmörku 1992, Grikkland 2004 og jafnvel Portúgal 2016. En hvaða lið geta komið á óvart á EM alls staðar í sumar? Vísir fer yfir möguleikana. Danmörk Kasper Schmeichel var fimm ára þegar pabbi hans varð Evrópumeistari 1992.getty/Ulrik Pedersen Danir eru með vindinn í bakið eftir frábæra byrjun á undankeppni HM 2022 og gott gengi eftir að Kasper Hjulmand tók við liðinu. Åge Hareide hafði reyndar gert flotta hluti með danska liðið og átti að stýra því á EM en kórónuveirufaraldurinn gerði þær vonir hans að engu. Hjulmand átti að láta danska liðið spila áferðafallegri fótbolta en Håreide og það hefur tekist. Danir halda boltanum gríðarlega vel og leikáætlun þeirra er skýr. Í danska markinu stendur Kasper Schmeichel, einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár, og Danir eiga gott úrval af miðvörðum. Thomas Delaney og Pierre-Emile Højbjerg eru á miðjunni ásamt Christian Eriksen sem er bæði mest skapandi leikmaður Danmerkur og sá hættulegasti upp við mark andstæðinganna. Danir eru ágæta framherja en engan framúrskarandi og því mæðir mikið á Eriksen. Danir eru í riðli með Finnum, Belgum og Rússum og verða á heimavelli í öllum leikjunum í riðlakeppninni sem gæti gert gæfumuninn. Úkraína Atalanta-maðurinn Ruslan Malinovskyi er í stóru hlutverki í úkraínska liðinu.getty/Stanislav Vedmid Úkraínumenn eru með á þriðja Evrópumótinu í röð. Þeir féllu úr leik í riðlakeppninni á heimavelli 2012 og í Frakklandi 2016, án þess að vinna og leik og skora mark, en eiga að gera betur í sumar. Úkraína var eitt fimm liða sem var ósigrað í undankeppninni og unnu sinn riðil sem innihélt meðal annars Evrópumeistara Portúgals. Andriy Shevchenko hefur stýrt úkraínska landsliðinu síðan 2016 og er nú á sínu fyrsta stórmóti með það. Úkraína er í frekar viðráðanlegum riðli með Hollandi, Austurríki og Norður-Makedóníu svo möguleikinn á að komast í útsláttarkeppnina er svo sannarlega til staðar. Úkraína gæti því gert meiri usla en bara með búningnum sínum. Sautján af 26 leikmönnum í úkraínska hópnum koma úr stóru liðunum tveimur í Úkraínu, Dynamo Kiev og Shahktar Donetsk. Úkraínumenn vantar kannski áreiðanlegan markaskorara og treysta mikið á kantmanninn Andriy Yarmolenko þegar kemur að því að skora. Á miðju úkraínska liðsins sjá Oleksandr Zinchenko, sem spilar sem vinstri bakvörður hjá Manchester City, og Ruslan Malinovskyi um að skapa færin og Taras Stepanenko um að verja þá og vörnina. Tyrkland Caglar Soyuncu og Merih Demiral standa vaktina í miðri vörn Tyrklands.getty/ANP Sport Ísland og Tyrkland hafa mæst ótal sinnum undanfarin ár og voru saman í riðli í undankeppni EM 2020. Þar léku Tyrkir sérstaklega vel og lentu í 2. sæti. Þeir tóku fjögur stig af heimsmeisturum Frakka, fengu bara á sig þrjú mörk og héldu átta sinnum hreinu. Þeir Caglar Soyuncu, leikmaður Leicester City, og Merih Demiral, leikmaður Juventus, mynda afar sterkt miðvarðapar. Fyrirliðinn Burak Yilmaz er einn þriggja leikmanna Frakklandsmeistara Lille í tyrkneska hópnum. Þrátt fyrir að verða 36 ára í næsta mánuði hefur hann sennilega aldrei verið jafn góður og nú. Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, er mest skapandi leikmaður tyrkneska liðsins og með frábærar spyrnur í föstum leikatriðum. Lille-maðurinn Yusuf Yazici er einnig afar spennandi miðjumaður. Þjálfari Tyrklands er Senol Gunes, sá hinn sami og stýrði Tyrkjum á HM 2002 þar sem þeir unnu til bronsverðlauna. Stuðningsmenn Tyrklands dreymir eflaust um að upplifa annað eins ævintýri í sumar undir stjórn Gunes. Tyrkland er með Ítalíu, Wales og Sviss í riðli. Ef þeir lenda í 2. sæti riðilsins mæta þeir liðinu sem er í 2. sæti C-riðils sem inniheldur Holland, Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu. Möguleikinn á að komast í átta liða úrslit er því góður. Svíþjóð Svíar hafa fallið úr leik í riðlakeppninni á síðustu þremur Evrópumótum en ætla að gera betur í ár.getty/Michael Campanella Þótt Zlatan Ibrahimovic hefði sett svip sinn á EM eins og honum einum er lagið er sænska liðið fullfært um að gera góða hluti án hans. Svíar eru í E-riðli ásamt Spánverjum, Pólverjum og Slóvökum og stefna eflaust ótrauðir á 2. sætið. Nokkurt flakk verður á Svíum í riðlakeppninni. Þeir mæta Spánverjum í Sevilla í fyrsta leik sínum en fara hinir tveir leikirnir fara fram í St. Pétursborg. Kórónuveiran hefur skotið sér niður í sænska hópnum og tveir leikmenn hafa smitast af henni: Mattias Svanberg og Dejan Kulusevski. Sá síðarnefndi leikur með Juventus og er einn af mest spennandi leikmönnum sem Svíar hafa eignast í langan tíma. Alexander Isak er annað ungstirni en hann átti afar gott tímabil með Real Sociedad. Hann verður í sænsku framlínunni ásamt hinum þrautreynda Marcus Berg. Emil Forsberg, leikmaður RB Leipzig, er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik sænska liðsins og er mest skapandi leikmaður þess ásamt Kulusevski. Svíþjóð spilar 4-4-2, liggur aftarlega á vellinum og treystir á skyndisóknir. Sænskara gerist það ekki. Þessi sænska leið gaf góða raun á síðasta heimsmeistaramóti þar sem Svíar fóru í átta liða úrslit. Og þeir vilja eflaust endurtaka leikinn á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
EM 2020 er annað Evrópumótið með 24 þátttökuliðum. Á síðasta EM, í Frakklandi fyrir fimm árum, komu nokkur lið á óvart. Íslendingar komust auðvitað sælla minninga í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti og Walesverjar fóru alla leið í undanúrslit. Í gegnum tíðina hafa Evrópumeistarar oft komið úr óvæntri átt. Má þar nefna Danmörku 1992, Grikkland 2004 og jafnvel Portúgal 2016. En hvaða lið geta komið á óvart á EM alls staðar í sumar? Vísir fer yfir möguleikana. Danmörk Kasper Schmeichel var fimm ára þegar pabbi hans varð Evrópumeistari 1992.getty/Ulrik Pedersen Danir eru með vindinn í bakið eftir frábæra byrjun á undankeppni HM 2022 og gott gengi eftir að Kasper Hjulmand tók við liðinu. Åge Hareide hafði reyndar gert flotta hluti með danska liðið og átti að stýra því á EM en kórónuveirufaraldurinn gerði þær vonir hans að engu. Hjulmand átti að láta danska liðið spila áferðafallegri fótbolta en Håreide og það hefur tekist. Danir halda boltanum gríðarlega vel og leikáætlun þeirra er skýr. Í danska markinu stendur Kasper Schmeichel, einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár, og Danir eiga gott úrval af miðvörðum. Thomas Delaney og Pierre-Emile Højbjerg eru á miðjunni ásamt Christian Eriksen sem er bæði mest skapandi leikmaður Danmerkur og sá hættulegasti upp við mark andstæðinganna. Danir eru ágæta framherja en engan framúrskarandi og því mæðir mikið á Eriksen. Danir eru í riðli með Finnum, Belgum og Rússum og verða á heimavelli í öllum leikjunum í riðlakeppninni sem gæti gert gæfumuninn. Úkraína Atalanta-maðurinn Ruslan Malinovskyi er í stóru hlutverki í úkraínska liðinu.getty/Stanislav Vedmid Úkraínumenn eru með á þriðja Evrópumótinu í röð. Þeir féllu úr leik í riðlakeppninni á heimavelli 2012 og í Frakklandi 2016, án þess að vinna og leik og skora mark, en eiga að gera betur í sumar. Úkraína var eitt fimm liða sem var ósigrað í undankeppninni og unnu sinn riðil sem innihélt meðal annars Evrópumeistara Portúgals. Andriy Shevchenko hefur stýrt úkraínska landsliðinu síðan 2016 og er nú á sínu fyrsta stórmóti með það. Úkraína er í frekar viðráðanlegum riðli með Hollandi, Austurríki og Norður-Makedóníu svo möguleikinn á að komast í útsláttarkeppnina er svo sannarlega til staðar. Úkraína gæti því gert meiri usla en bara með búningnum sínum. Sautján af 26 leikmönnum í úkraínska hópnum koma úr stóru liðunum tveimur í Úkraínu, Dynamo Kiev og Shahktar Donetsk. Úkraínumenn vantar kannski áreiðanlegan markaskorara og treysta mikið á kantmanninn Andriy Yarmolenko þegar kemur að því að skora. Á miðju úkraínska liðsins sjá Oleksandr Zinchenko, sem spilar sem vinstri bakvörður hjá Manchester City, og Ruslan Malinovskyi um að skapa færin og Taras Stepanenko um að verja þá og vörnina. Tyrkland Caglar Soyuncu og Merih Demiral standa vaktina í miðri vörn Tyrklands.getty/ANP Sport Ísland og Tyrkland hafa mæst ótal sinnum undanfarin ár og voru saman í riðli í undankeppni EM 2020. Þar léku Tyrkir sérstaklega vel og lentu í 2. sæti. Þeir tóku fjögur stig af heimsmeisturum Frakka, fengu bara á sig þrjú mörk og héldu átta sinnum hreinu. Þeir Caglar Soyuncu, leikmaður Leicester City, og Merih Demiral, leikmaður Juventus, mynda afar sterkt miðvarðapar. Fyrirliðinn Burak Yilmaz er einn þriggja leikmanna Frakklandsmeistara Lille í tyrkneska hópnum. Þrátt fyrir að verða 36 ára í næsta mánuði hefur hann sennilega aldrei verið jafn góður og nú. Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, er mest skapandi leikmaður tyrkneska liðsins og með frábærar spyrnur í föstum leikatriðum. Lille-maðurinn Yusuf Yazici er einnig afar spennandi miðjumaður. Þjálfari Tyrklands er Senol Gunes, sá hinn sami og stýrði Tyrkjum á HM 2002 þar sem þeir unnu til bronsverðlauna. Stuðningsmenn Tyrklands dreymir eflaust um að upplifa annað eins ævintýri í sumar undir stjórn Gunes. Tyrkland er með Ítalíu, Wales og Sviss í riðli. Ef þeir lenda í 2. sæti riðilsins mæta þeir liðinu sem er í 2. sæti C-riðils sem inniheldur Holland, Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu. Möguleikinn á að komast í átta liða úrslit er því góður. Svíþjóð Svíar hafa fallið úr leik í riðlakeppninni á síðustu þremur Evrópumótum en ætla að gera betur í ár.getty/Michael Campanella Þótt Zlatan Ibrahimovic hefði sett svip sinn á EM eins og honum einum er lagið er sænska liðið fullfært um að gera góða hluti án hans. Svíar eru í E-riðli ásamt Spánverjum, Pólverjum og Slóvökum og stefna eflaust ótrauðir á 2. sætið. Nokkurt flakk verður á Svíum í riðlakeppninni. Þeir mæta Spánverjum í Sevilla í fyrsta leik sínum en fara hinir tveir leikirnir fara fram í St. Pétursborg. Kórónuveiran hefur skotið sér niður í sænska hópnum og tveir leikmenn hafa smitast af henni: Mattias Svanberg og Dejan Kulusevski. Sá síðarnefndi leikur með Juventus og er einn af mest spennandi leikmönnum sem Svíar hafa eignast í langan tíma. Alexander Isak er annað ungstirni en hann átti afar gott tímabil með Real Sociedad. Hann verður í sænsku framlínunni ásamt hinum þrautreynda Marcus Berg. Emil Forsberg, leikmaður RB Leipzig, er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik sænska liðsins og er mest skapandi leikmaður þess ásamt Kulusevski. Svíþjóð spilar 4-4-2, liggur aftarlega á vellinum og treystir á skyndisóknir. Sænskara gerist það ekki. Þessi sænska leið gaf góða raun á síðasta heimsmeistaramóti þar sem Svíar fóru í átta liða úrslit. Og þeir vilja eflaust endurtaka leikinn á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira