Fótbolti

Mætti í partí og er nú með kórónu­veiruna fimm dögum fyrir EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dejan Kulusevski í öðrum vináttulandsleiknum, gegn Armeníu.
Dejan Kulusevski í öðrum vináttulandsleiknum, gegn Armeníu. Michael Campanella/Getty Images

Dejan Kulusevski greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni og nú hafa birst myndbönd sem sýnir landsliðsmanninn í teiti í Svíþjóð.

Svíþjóð spilar á Evrópumótinu í sumar og nokkrum dögum fyrir fyrsta leik gegn Spáni kom upp kórónuveirusmit.

Juventus-leikmaðurinn Kulusevski greindist með veiruna en samkvæmt Expressen var hann mættur á samkomu á milli tveggja vináttulandsleikja Svía á dögunum.

Janne Andersson þjálfari Svía er allt annað en sáttur með framgöngu miðjumannsins.

„Hann hefur viðurkennt að þetta var ekki góð hugmynd og mér finnst það heldur ekki en smitið kom líklegast ekki þaðan,“ sagði Janne í samtali við Expressen.

Svíþjóð er í riðli með Spáni, Slóvakíu og Póllandi en fyrsti leikur liðsins er á mánudag.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×