Sveinbjörn fór á HM eftir veikindin en draumurinn um ÓL fjaraði út Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 08:01 Sveinbjörn Iura varð að játa sig sigraðan gegn Sungho Lee á HM. IJF/Sabau Gabriela Eftir að hafa veikst vegna kórónuveirunnar og þurft að dvelja í samtals þrjár vikur í einangrun á hótelherbergi vegna þess keppti Sveinbjörn Iura á sínu fyrsta móti eftir veikindin í gær, á sjálfu heimsmeistaramótinu í júdó. Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira