Innlent

Bíla­brú fyrir Herjólf skemmdist í Vest­manna­eyja­höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Einhverjar tafir verða á ferðum Herjólfs vegna málsins.
Einhverjar tafir verða á ferðum Herjólfs vegna málsins. Aðsend

Einhverjar tafir verða á ferðum Herjólfs eftir að bílabrú skemmdist í Vestmannaeyjahöfn um klukkan níu í morgun.

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir í samtali við Vísi að glussaslanga hafi gefið sig þegar verið var að hífa brúna upp áður en Herjólfur lagðist að bryggju og með þessum afleiðingum.

Hann segir að enginn hafi verið í hættu og að unnið sé að viðgerð.

Vestmannaeyingar eiga von á talsverðum fjölda gesta í dag þar sem TM-mótið í knattspyrnu hefst í kvöld og fer fram um helgina. 

Klippa: Bílabrú fyrir Herjólf skemmdist



Fleiri fréttir

Sjá meira


×