Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:31 Velgjörðasendiherrar UNICEF sendu opið bréf til efnameiri ríkja heims. Billie Eilish, Liam Neeson, Katy Perry og Orlando Bloom eru á meðal þeirra sem skrifa undir áskorunina. Samsett „Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF. Alls 28 velgjörðarsendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa sent opið bréf til efnameiri ríkja heims þar sem þau eru hvött til að gefa umframskammta af bóluefnum til efnaminni ríkja. Ákallinu er sérstaklega beint að G7 ríkjunum sem munu hittast á leiðtogafundi í Bretlandi í dag. Þau sem skrifa undir ákallið eru Ramla Ali, Fernando Alonso, David Beckham, Orlando Bloom, José Manuel Calderón, Sofia Carson, Gemma Chan, Priyanka Chopra Jonas, Olivia Colman, Billie Eilish, Pau Gasol, Whoopi Goldberg, David Harewood, Sir Chris Hoy, Angelique Kidjo, Téa Leoni, Lucy Liu, Juan Manuel López Iturriaga, Ewan McGregor, Alyssa Milano, Andy Murray, Liam Neeson, Liam Payne, Katy Perry, Sergio Ramos, Claudia Schiffer, Teresa Viejo og Pink. Bréfið í heild má lesa hér. Veiran virðir engin landamæri Í bréfinu er ítrekað að ef efnaminni ríki eru skilin eftir þá skapast raunveruleg hætta á að veiran haldi áfram að stökkbreytast og að heimurinn endi aftur á byrjunarreit með tilheyrandi skólalokunum, röskun á heilbrigðisþjónustu og djúpstæðum áhrifum á efnahag landa. UNICEF hefur áður sent ákall til G7 ríkjanna og bent á að ef ríkin skuldbinda sig til að gefa 20% af bóluefnaskömmtum sínum fyrir lok ágúst verði hægt að dreifa yfir 150 milljónum skammta af bóluefni í gegnum COVAX-samstarfið án þess að verði neinar verulegar tafir á núverandi bólusetningaráætlunum G7 ríkjanna. „Lönd þurfa ekki að velja á milli þess að berjast við sjúkdóminn heima fyrir eða berjast við hann erlendis. Við getum og við verðum að gera bæði samtímis og það strax. Þegar öllu er á botnin hvolft þá virðir veiran engin landamæri á korti. Barátta okkar við veiruna og afbrigði hennar ætti ekki að gera það heldur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Eins og staðan er nú hefur minna en eitt prósent af bóluefnum sem hafa verið framleidd skilað sér til efnaminni ríkja heimsins og COVAX-samstarfinu vantar nauðsynlega 190 milljónir skammta til að geta staðið við áætlanir sínar. Ástandið sem hefur skapast á Indlandi hefur dregið verulega úr framboði bóluefna til COVAX-samstarfsins og því er mikilvægt að efnameiri ríki, sem mörg hver hafa tryggt sér mun fleiri skammta en þau þurfa, deili þeim með heiminum strax til þess að hægt sé að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks og viðkæmra hópa. Komum því til skila Eins og kom fram á Vísi í gær hefur UNICEF farið af stað með söfnun undir yfirskriftinni Komum því til skila. Þar kallar UNICEF eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að tryggja jafna dreifingu bóluefna gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Fyrirtæki á Íslandi hafa brugðist við ákallinu og næstu vikur munu Krónan, Te&Kaffi og BM Vallá bjóða viðskiptavinum sínum að styðja söfnun UNICEF og gefa fyrirtækin framlag á móti. Þá þegar hafa Alvogen og Alvotech gefið 100 þúsund dollara í átakið. Einnig taka Vörður, Deloitte og Lindex þátt í átakinu. UNICEF leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. „Þetta ógnarstóra verkefni bætist ofan á öll önnur verkefni UNICEF í þágu barna og því er mikil þörf á auknum stuðningi. Hægt er að styðja átakið með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga,“ segir í tilkynningu UNICEF. Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. 9. júní 2021 11:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Alls 28 velgjörðarsendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa sent opið bréf til efnameiri ríkja heims þar sem þau eru hvött til að gefa umframskammta af bóluefnum til efnaminni ríkja. Ákallinu er sérstaklega beint að G7 ríkjunum sem munu hittast á leiðtogafundi í Bretlandi í dag. Þau sem skrifa undir ákallið eru Ramla Ali, Fernando Alonso, David Beckham, Orlando Bloom, José Manuel Calderón, Sofia Carson, Gemma Chan, Priyanka Chopra Jonas, Olivia Colman, Billie Eilish, Pau Gasol, Whoopi Goldberg, David Harewood, Sir Chris Hoy, Angelique Kidjo, Téa Leoni, Lucy Liu, Juan Manuel López Iturriaga, Ewan McGregor, Alyssa Milano, Andy Murray, Liam Neeson, Liam Payne, Katy Perry, Sergio Ramos, Claudia Schiffer, Teresa Viejo og Pink. Bréfið í heild má lesa hér. Veiran virðir engin landamæri Í bréfinu er ítrekað að ef efnaminni ríki eru skilin eftir þá skapast raunveruleg hætta á að veiran haldi áfram að stökkbreytast og að heimurinn endi aftur á byrjunarreit með tilheyrandi skólalokunum, röskun á heilbrigðisþjónustu og djúpstæðum áhrifum á efnahag landa. UNICEF hefur áður sent ákall til G7 ríkjanna og bent á að ef ríkin skuldbinda sig til að gefa 20% af bóluefnaskömmtum sínum fyrir lok ágúst verði hægt að dreifa yfir 150 milljónum skammta af bóluefni í gegnum COVAX-samstarfið án þess að verði neinar verulegar tafir á núverandi bólusetningaráætlunum G7 ríkjanna. „Lönd þurfa ekki að velja á milli þess að berjast við sjúkdóminn heima fyrir eða berjast við hann erlendis. Við getum og við verðum að gera bæði samtímis og það strax. Þegar öllu er á botnin hvolft þá virðir veiran engin landamæri á korti. Barátta okkar við veiruna og afbrigði hennar ætti ekki að gera það heldur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Eins og staðan er nú hefur minna en eitt prósent af bóluefnum sem hafa verið framleidd skilað sér til efnaminni ríkja heimsins og COVAX-samstarfinu vantar nauðsynlega 190 milljónir skammta til að geta staðið við áætlanir sínar. Ástandið sem hefur skapast á Indlandi hefur dregið verulega úr framboði bóluefna til COVAX-samstarfsins og því er mikilvægt að efnameiri ríki, sem mörg hver hafa tryggt sér mun fleiri skammta en þau þurfa, deili þeim með heiminum strax til þess að hægt sé að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks og viðkæmra hópa. Komum því til skila Eins og kom fram á Vísi í gær hefur UNICEF farið af stað með söfnun undir yfirskriftinni Komum því til skila. Þar kallar UNICEF eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að tryggja jafna dreifingu bóluefna gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Fyrirtæki á Íslandi hafa brugðist við ákallinu og næstu vikur munu Krónan, Te&Kaffi og BM Vallá bjóða viðskiptavinum sínum að styðja söfnun UNICEF og gefa fyrirtækin framlag á móti. Þá þegar hafa Alvogen og Alvotech gefið 100 þúsund dollara í átakið. Einnig taka Vörður, Deloitte og Lindex þátt í átakinu. UNICEF leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. „Þetta ógnarstóra verkefni bætist ofan á öll önnur verkefni UNICEF í þágu barna og því er mikil þörf á auknum stuðningi. Hægt er að styðja átakið með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga,“ segir í tilkynningu UNICEF.
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. 9. júní 2021 11:00 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. 9. júní 2021 11:00