Fótbolti

Hinn „smitaði“ Llorente ekki með kórónuveiruna eftir allt saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Llorente fékk góðar fréttir en þarf að fara í fleiri próf.
Diego Llorente fékk góðar fréttir en þarf að fara í fleiri próf. Getty/David Ramos

Spænski landsliðsmaðurinn Diego Llorente fékk neikvæða niðurstöðu úr nýjasta kórónuveiruprófi sínu en það hafði áður komið fram að hann væri með Covid-19.

Þetta þýðir að Llorente gæti byrjað að æfa aftur með spænska landsliðinu á morgun en aðeins ef hann fær réttar niðurstöður úr öðru smitprófi.

Spænski landsliðsfyrirliðinn Sergio Busquets smitaðist af kórónuveirunni í byrjun vikunnar og í kjölfarið fékk Llorente líka jákvæða niðurstöðu úr veiruprófi.

Þetta þýddi að allt spænska liðið fór í sóttkví og 21 ára landslið þjóðarinnar þurfti að spila síðasta undirbúningsleik þess fyrir EM.

Neikvætt kórónuveirupróf Llorente á miðvikudaginn bendir til þess að fyrsta prófið hans hafi verið gallað. Hann gæti því snúið til baka fullfrískur á morgun.

Fyrsti leikur Spánverja á EM er á móti Svíum á mánudaginn.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×