Hörð keppni um gullskóinn á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 08:01 Romelu Lukaku, Kylian Mbappé og Harry Kane eru allir líklegir til að skora mörk á EM. EPA Harry Kane, Romelu Lukaku og Kylian Mbappé eru efstir á blaði hjá veðbönkum yfir þá sem eru taldir líklegastir til að vinna gullskóinn á Evrópumótinu í fótbolta. Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Kane varð markakóngur á HM 2018 þegar hann skoraði sex mörk fyrir enska landsliðið, þar á meðal þrennu gegn Panama. Hann var markahæstur í undankeppni EM með 12 mörk, þar sem hann skoraði tvær þrennur. Kane á fyrir höndum leiki við Króatíu, Skotland og Tékkland í riðlakeppninni á EM og spurning hvort hann setji þrennu gegn einhverjum af þeim andstæðingum. Vefurinn Betting Odds tekur saman stuðla frá nokkrum veðbönkum og þar sést að stuðullinn á að Kane verði markakóngur er á bilinu 5-6. Lukaku þykir álíka líklegur en þessi nýkrýndi Ítalíumeistari með Inter hefur verið stórkostlegur fyrir belgíska landsliðið og skorað 60 mörk í 93 landsleikjum. Mbappé er ekki langt undan og næstir á eftir koma Cristiano Ronaldo og nýi félagi Mbappé í franska landsliðinu, Karim Benzema. Ólíklegast að Ungverji verði markahæstur Squawka hefur tekið saman hvaða leikmaður sé líklegastur í hverju liði til að verða markakóngur. Ólíklegast þykir að markakóngurinn komi úr röðum Ungverja, sem leika í dauðariðlinum, en af þeim er Adam Szalai talinn líklegastur með stuðulinn 250. Af þeim sem ekki hafa verið nefndir hér að ofan má benda á Hollendinginn Memphis Depay sem skoraði 20 mörk fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur, Robert Lewandowski sem er laus úr rassvasa Brynjars Inga Bjarnasonar, Ítalann Ciro Immobile og Þjóðverjann Timo Werner, auk fleiri. Frakkinn Antoine Griezmann varð markahæstur á síðasta Evrópumóti með sex mörk, þar af eitt gegn Íslandi, en stuðullinn á að hann endurtaki leikinn er að meðaltali í kringum 20 hjá veðbönkum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira