Maguire gæti verið með á EM eftir allt saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2021 07:51 Maguire á æfingu með enska landsliðinu í gær. @England Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur hafið æfingar með enska landsliðinu og gæti náð Evrópumótinu í knattspyrnu eftir allt saman. Maguire hefur ekki spilað síðan 9. maí þegar Man United vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Miðvörðurinn öflugi fór meiddur af velli í þeim leik og var talið að EM væri í hættu. Gareth Southgate hafði meira að segja brugðið á það ráð að undirbúa 3-4-3 leikkerfi með Luke Shaw sem hluta af þriggja manna varnarlínu fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudag ef Maguire myndi ekki vera klár. Maguire var hins vegar með á æfingu enska liðsins í gær. Ku hann hafa litið vel út og klárað æfinguna án þess að finna fyrir ökklameiðslunum. All 26 members of our squad are involved in today's session.Good to see you out there, @HarryMaguire93! pic.twitter.com/lrbtq2ToBf— England (@England) June 10, 2021 Englandi hefur verið spáð góðu gengi á mótinu og telur íþróttatölfræðiveitan Gracenote England líklegast - ásamt Belgíu - til að vinna EM. Ljóst er að England á mun betri möguleika ef Harry Maguire er heill heilsu. Bæði hann og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafa verið meiddir undanfarið en Henderson spilaði síðari hálfleikinn í síðasta vináttulandsleik Englands fyrir EM. Með þá báða innanborðs gætu Englendingar mögulega gert hið ómögulega, að koma með fótboltann heim. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Maguire hefur ekki spilað síðan 9. maí þegar Man United vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Miðvörðurinn öflugi fór meiddur af velli í þeim leik og var talið að EM væri í hættu. Gareth Southgate hafði meira að segja brugðið á það ráð að undirbúa 3-4-3 leikkerfi með Luke Shaw sem hluta af þriggja manna varnarlínu fyrir leikinn gegn Króatíu á sunnudag ef Maguire myndi ekki vera klár. Maguire var hins vegar með á æfingu enska liðsins í gær. Ku hann hafa litið vel út og klárað æfinguna án þess að finna fyrir ökklameiðslunum. All 26 members of our squad are involved in today's session.Good to see you out there, @HarryMaguire93! pic.twitter.com/lrbtq2ToBf— England (@England) June 10, 2021 Englandi hefur verið spáð góðu gengi á mótinu og telur íþróttatölfræðiveitan Gracenote England líklegast - ásamt Belgíu - til að vinna EM. Ljóst er að England á mun betri möguleika ef Harry Maguire er heill heilsu. Bæði hann og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafa verið meiddir undanfarið en Henderson spilaði síðari hálfleikinn í síðasta vináttulandsleik Englands fyrir EM. Með þá báða innanborðs gætu Englendingar mögulega gert hið ómögulega, að koma með fótboltann heim. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira