„Algjör heiður að vera fyrirliði en allt liðið eru leiðtogar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 12:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur væntanlega sinn 79. landsleik í dag. vísir/sigurjón Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins næstu mánuðina. Hún segir það mikinn heiður en segir marga leiðtoga í íslenska liðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira