Ítalir hafa ekki tapað landsleik í 33 mánuði og byrja EM á heimavelli í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 15:34 Leonardo Bonucci fagnar Lorenzo Insigne eftir að sá síðarnefndi hafði skorað á móti Tékkum. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Það verður svakaleg sigurganga undir í kvöld þegar opnunarleikur Evrópumótsins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Rómarborg. Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Heimamenn í ítalska landsliðinu unnu alla leiki sína í undankeppni keppninnar og hafa ekki tapað leik síðan í september 2018. Það sem meira er að ítalska liðið hefur ekki fengið á sig mark síðan í október 2020. Síðasta lið til að vinna Ítala í landsleik voru Evrópumeistarar Portúgals sem unnu 1-0 sigur í Lissabon í leik liðanna í Þjóðadeildinni 10. september 2018. André Silva skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Longest active unbeaten runs heading into #EURO2020:27 : Italy10 : Hungary 8 : Belgium 7 : Spain 7 : Switzerland 6 : France 6 : Turkey pic.twitter.com/vP4yT037cB— playmakerstats (@playmaker_EN) June 5, 2021 Síðan þá hefur ítalska landsliðið leikið 27 leiki í röð án þess að tapa og í tuttugu af þessum leikjum hefur liðið líka haldið marki sínu hreinu. Það eru liðnir meira en þúsund dagar síðan að Ítalir töpuðu síðast leik undir stjórn Roberto Mancini. Ítalir hafa enn fremur unnið átta síðustu landsleiki sína eða alla leiki síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Holland í Þjóðadeildinni 14. október 2020. Lorenzo Pellegrini kom Ítölum í 1-0 á 14. mínútu en Manchester United maðurinn Donny van de Beek jafnaði metin á 25. mínútu. Fimm af þessum leikjum eru á árinu 2021 og markatala ítalska landsliðsins í þeim er 17-0. Markatala Ítala í þessum 27 leikjum í röð án taps er 74-7 eða 67 mörk í plús. Það er því ekkert skrýtið að heimamenn hafi trú á því að þetta ítalska landslið hafi burði til að koma Ítölum aftur inn í baráttuna um verðlaun á stórmótum eftir mögur ár þar á undan þar sem Ítalir misstu meðal annars af HM í Rússlandi sumarið 2018. Leikur Ítalíu og Tyrklands hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á EM-stöðinni. Upphitunin hefst klukkan 18.00. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti