Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:08 Chow gengur hér í gegn um mannmergðina sem safnaðist fyrir utan fangelsið sem henni var sleppt úr í dag. Getty/Geovien So/ Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Hinn 24 ára gamli aðgerðarsinni var sakfelld ásamt sambaráttumanni hennar Joshua Wong vegna þátttöku þeirra í ólöglegum mótmælum nærri höfuðstöðvum lögreglunnar í Hong Kong. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og börðust gegn aukinni stjórn kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Wong er enn í fangelsi og enn er ekki ljóst hvers vegna Chow var sleppt úr haldi, en hún var dæmd í 10 mánaða fangelsi. Fangelsismálastofnun Hong Kong sagðist ekki ætla að tjá sig um einstök mál samkvæmt frétt Reuters. Hún ræddi ekki við fjölmiðla eftir að hún var leyst úr haldi og dreif hún sig inn í bíl með vinum sínum og sambaráttumönnum. Stuðningsmenn hennar, sem voru saman komnir fyrir utan Tai Lam fangelsið, hrópuðu til hennar „Agnes Chow bættu við olíu,“ sem er vonlaus tilraun til beinþýðingar á hvatningarkveðju á kantónísku, sem var mikið notuð í mótmælunum árið 2019. Einhverjir stuðningsmenn klæddust svörtu og báru gular grímur eða regnhlífar, sem hefur verið ráðandi tákn í mótmælum í borginni allt frá árinu 2014. Chow, Womg og Nathan Law, sem hefur verið veitt hæli í Bretlandi, urðu þjóðþekktir aðgerðasinnar eftir að þau tóku þátt í mótmælum árið 2014 þar sem þess var krafist að allir fengju kosningarétt. Þremenningarnir stofnuðu samtökin Demosisto árið 2016 sem voru leyst upp aðeins nokkrum klukkustundum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt af stjórnvöldum í Peking. Aðgerðasinnar hræddust að meðlimir samtakanna yrðu gerðir að skotspóni vegna laganna. Demosisto-samtökin börðust fyrir auknu lýðræði og voru áberandi í mótmælunum 2019. Öryggislögin hafa bælt niður lýðræðishreyfinguna í héraðinu og hafa valdið aðgerðasinnum áhyggjum um að Hong Kong sé að missa sjálfstæði sitt. Hong Kong var lofað því, þegar Bretland afhenti Kína héraðið árið 1997, að það yrði hluti af Kína en fengi þó sitt eigið stjórnkerfi. Það loforð virðist hins vegar ekki vera ofarlega í huga stjórnvalda.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. 4. júní 2021 20:47
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15