Hæstiréttur hafnar Maxwell Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 18:31 Ghislaine Maxwell var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Jeffrey Epstein við að brjóta á stúlkum og ungum konum. AP/John Minchillo Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil. Lögmenn hennar hafa lengi haldið því fram að mjög svo umdeilt samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída árið 2007 hefði átt að verja hana gegn ákærum. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Eftir að áfrýjun hennar hafði verið hafnað á öllum öðrum dómsstigum vestanhafs virðist sem hún eigi nú enga aðra kosti en að sitja af sér dóm sinn eða reyna að vera sleppt á skilorði. Dómarar í Hæstarétti hófu í dag nýtt starfstímabil og var það að hafna áfrýjuninni eitt af þeirra fyrstu verkum. AP fréttaveitan segir að dómararnir hafi ekki útskýrt ákvörðun sína að neita að taka málið fyrir. Það geri þeir sjaldan sem aldrei. Ráðamenn í ríkisstjórn Trumps höfðu hvatt dómarana til að taka áfrýjunina ekki fyrir. Ýttu undir samsæriskenningar og neituðu svo að birta upplýsingar Maxwell hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggisfangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Eftir það var birt afrit af viðtali Blanche við hana þar sem haft er eftir henni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi vinur Epsteins, hafi aldrei hegðað sér ósæmilega og að „Epstein-skjölin“ svokölluðu væru ekki til. Sjá einnig: „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Það er listi sem meðlimir áðurnefndrar þingnefndar vilja koma höndum yfir. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Lögmenn hennar hafa lengi haldið því fram að mjög svo umdeilt samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída árið 2007 hefði átt að verja hana gegn ákærum. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Eftir að áfrýjun hennar hafði verið hafnað á öllum öðrum dómsstigum vestanhafs virðist sem hún eigi nú enga aðra kosti en að sitja af sér dóm sinn eða reyna að vera sleppt á skilorði. Dómarar í Hæstarétti hófu í dag nýtt starfstímabil og var það að hafna áfrýjuninni eitt af þeirra fyrstu verkum. AP fréttaveitan segir að dómararnir hafi ekki útskýrt ákvörðun sína að neita að taka málið fyrir. Það geri þeir sjaldan sem aldrei. Ráðamenn í ríkisstjórn Trumps höfðu hvatt dómarana til að taka áfrýjunina ekki fyrir. Ýttu undir samsæriskenningar og neituðu svo að birta upplýsingar Maxwell hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en var nýverið flutt í lágmarksöryggisfangabúðir í Texas. Það var skömmu eftir að hún var heimsótt af Todd Blanche, aðstoðardómsmálaráðherra. Eftir það var birt afrit af viðtali Blanche við hana þar sem haft er eftir henni að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og fyrrverandi vinur Epsteins, hafi aldrei hegðað sér ósæmilega og að „Epstein-skjölin“ svokölluðu væru ekki til. Sjá einnig: „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Epstein svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Það er listi sem meðlimir áðurnefndrar þingnefndar vilja koma höndum yfir.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Hæstiréttur Bandaríkjanna Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira