Erlent

Gisèle Pelicot aftur í réttar­sal

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gisèle Pelicot hefur ítrekað skilað skömminni vegna málsins.
Gisèle Pelicot hefur ítrekað skilað skömminni vegna málsins. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO

Minna en ári eftir að dómur féll í máli Gisèle Pelicot þarf franska konan að mæta aftur í réttarsal en einn nauðgara hennar hefur áfrýjað málinu. Hann auk fimmtíu annarra voru dæmdir sekir fyrir að hafa brotið á Pelicot kynferðislega árin 2011 til 2020.

Í umfjöllun Sky kemur fram að maðurinn sem áfrýi heiti Husamettin Dogan og hafi verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir brot sín gagnvart Pelicot. Í réttarhöldum í fyrra var Dominique Pelicot fyrrverandi eiginmaður Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað henni, nauðgað og boðið öðrum mönnum að nauðga henni yfir áratugarbil, auk þess sem hann tók brotin upp.

Mennirnir voru dæmdir í þriggja til fimmtán ára fangelsi. Dogan hefur allar götur síðan dómur féll í fyrra neitað því að hafa ætlað sér að nauðga Pelicot. Hann fullyrðir að eiginmaður hennar hafi blekkt hann. Verður hann kallaður fyrir dóm sem vitni vegna þessa.

Málið verður tekið fyrir í Nimes í suðurhluta Frakklandi í dag, mánudag. Fram kemur í umfjöllun Sky að sautján gerendur í málinu hafi í fyrstu haft hug á að áfrýja málinu. Þeir hafi hinsvegar allir utan Dogan dregið það til baka. Búist er við því að réttarhöldin verði ekki lengri en fjórir dagar og búist við því að niðurstaða verði tilkynnt á fimmtudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×